BODYNAMIC - LÍKAMSMIÐUÐ SÁLMEÐFERÐ

Líkami, hugur og andi eru ein óaðskiljanleg heild. Bodynamic meðferð er í grunninn heildræn samtalsmeðferð þar unnið er með þau vandamál sem þú kemur með. Samhliða gerum við sállíkamlegar æfingar sem styrkja og dýpka meðferðarvinnuna ásamt því að flýta fyrir breytingum.

Líðan okkar speglast í líkamanum, við þurfum að ná tengingu við hann, rétt eins og hugann, til að öðlast innri ró og skýrari sýn. Sálmeðferð snýst ekki um að breyta sjálfum sér, hún snýst um að verða maður sjálfur.

BODYNAMIC - LÍKAMSMIÐUÐ SÁLMEÐFERÐ

Bodynamic lítur á líkama, huga og anda sem eina óaðskiljanlega heild.
Bodynamic meðferð er í grunninn samtalsmeðferð þar sem við ræðum um og vinnum með þau vandamál sem þú kemur með, síðan út frá þekkingu á kenningum Bodynamic um sálrænni virkni vöðva notum við viðeigandi sállíkamlegar æfingar og aðferðir. Þessi nálgun styrkir og dýpkar meðferðarvinnuna og flýtir fyrir breytingum.

EINSTAKLINGSMEÐFERÐ

Ég býð þér uppá öruggt og þægilegt rými fyrir samtal og sállíkamlega vinnu. Ég get hjálpað þér að takast á við sálræn vandamál og gefið þér gagnlegar aðferðir sem þú getur notað í þínu daglega lífi.

SKOÐA

HÓPMEÐFERÐ

Í áratugi hafa farið fram víðtækar rannsóknir á gagnsemi hópmeðferðar. Niðurstaðan er að hún er jafn áhrifarík og einstaklingsmeðferð þegar unnið er með t.d. þunglyndi og kvíða.

SKOÐA

ÁFALLAMEÐFERÐ

Áfallameðferð losar um áföll er sitja í líkamanum, hjálpar þér að vinna úr þeim og upplifa bata. Það er grundvallaratriði að endurheimta aðgang að gleymdum auðlindum.

SKOÐA

UM LILJU STEINGRÍMSDÓTTUR

Ég heiti Lilja Steingrímsdóttir og starfa sem Bodynamic sálmeðferðarfræðingur. Ég býð þér uppá öruggt og þægilegt rými fyrir samtal og sállíkamlega vinnu. Mitt hlutverk er að styðja við þig í þeirri vinnu sem þú treystir þér í og sýna þér leiðir sem geta gagnast þér og aukið færni þína og sjálfskilning.

LESA NÁNAR

FAGFÉLÖG

Ég er meðlimur í eftirfarandi fagfélögum