MEÐFERÐ

Hér gefur að líta þá meðferð sem ég býð upp á.

EINSTAKLINGSMEÐFERÐ

Ég býð þér uppá öruggt og þægilegt rými fyrir samtal og sállíkamlega vinnu. Ég get hjálpað þér að takast á við sálræn vandamál og gefið þér gagnlegar aðferðir sem þú getur notað í þínu daglega lífi.

SKOÐA

HÓPMEÐFERÐ

Í áratugi hafa farið fram víðtækar rannsóknir á gagnsemi hópmeðferðar. Niðurstaðan er að hún er jafn áhrifarík og einstaklingsmeðferð þegar unnið er með t.d. þunglyndi og kvíða.

SKOÐA

NÁMSKEIÐ

Á námskeiðunum vinnum með sállíkamlegar aðferðir Bodynamic kerfisins að því að efla líkamsvitund og sálræna færni. Þetta gerum við saman í öruggu umhverfi.

SKOÐA

ÁFALLAMEÐFERÐ

Bodynamic áfallameðferð losar um áföll sem sitja í líkamanum, hjálpar þér að vinna úr þeim og að raða saman brotunum upp á nýtt og upplifa bata.

SKOÐA

MEÐFERÐ Á NETINU

Ég býð einnig upp á þann möguleika að stunda meðferðina í gegnum netið, en þó ekki fyrsta tíma. Hafðu samband ef þú hefur áhuga.

SKOÐA

ÚTI Í NÁTTÚRUNNI

Það er mjög áhrifaríkt að gera Bodynamic æfingar undir berum himni og sálmeðferð er líka öflug þegar hún er meðvitað notuð úti í náttúrunni.

SKOÐA