UM BODYNAMIC - LÍKAMSMIÐAÐA SÁLMEÐFERÐ

Bodynamic á uppruna sinn í Danmörku á 7. áratug síðust aldar. Kenningarnar og aðferðafræðin þróuðust út frá  rannsóknum á hreyfiþroska  og sálrænum þroska barna og athugunum á upplifun fullorðinna þegar unnið var með tiltekna vöðva líkamans. 

“Lífsreynsla okkar speglast í vöðvaspennu líkamans: Hvernig við upplifum að okkur sé mætt af öðrum hefur mikil áhrif á það hvernig við mætum fólki.

Börn fæðast með ákveðna forskrift að því hvernig þau skulu þroskast. Áætlun, mætti segja, um hvaða persónuleikaþættir eigi að virkjast á hverju skeiði. Þetta þroskaferli á sér stað í rökréttri röð. Hversu vel börnum vegnar á einu skeiði byggir að miklu leiti á því sem á undan er komið.  Það eru þarfir, kraftur og löngun barnsins sem knýr áfram þroska líkamans og virkjar vöðva þess.

Þegar barnið kemur með þarfir sínar og kraft fær það misjafnar viðtökur hjá foreldrum. Ákjósanlegt er að barnið upplifi að því sé mætt á sannan og sanngjarnan hátt; upplifi sterka og stöðuga tengingu til foreldra, að það sé séð og heyrt. Á þann hátt getur það þroskað með sér heilbrigð viðbrögð, sem er sveigjanlegur dansi milli eftirgjafar og mótstöðu.

Ef barnið upplifir að það megi ekki vera eins og það er, heldur verði að haga sér eftir þörfum foreldra sinna til þess að vera meðtekið, er líklegt að það bregðist við með uppgjöf. Þá lokar það á eigin þarfir til að halda lílfsnauðsynlegri tengingu við foreldrana. Þetta leiðir til þess að vöðvar sem virkastir eru á tilteknu þroskatímabili verða undirspenntir. Ef barn upplifir að því sé ekki mætt og fái ekki þau tengsl og nánd sem það hefur þörf fyrir, getur það brugðist við með mótþróa, læsingu og yfirspennu. Barnið lokar á tengslin og nándina og heldur fast í eigin þarfir. Þetta viðbragð veldur yfirspennu í þeim vöðvum sem eru virkastir á tilteknu þroskatímabili. 

Þessi sálræna spenna uppgjafar eða mótstöðu í vöðvum segir til um hvaða sálræna mótun átti sér stað í æsku, hún er hluti af varnarháttum okkar og bjargráðum sem eitt sinn gerðu gagn og vernduðu okkur gegn tengslarofi og tilfinningalegu álagi.

Hlutverk Bodynamic er að hjálpa fólki að verða sér meðvitað um varnarhætti sína og hversvegna þeir eru til komnir. Hvaða tilgangi þeir hafa þjónað í upphafi og að skoða hvort þeir séu að gera gagn eða ógagn í dag.

BODYMAP

Bodynamic hefur þróað aðferð til að mæla spennumunstur í vöðvum og setja fram í “Bodymap”. Bodymap er gagnlegt hjálpartæki í meðferð, þar sést í hve ríkum mæli innprentun uppgjafar eða mótstöðu situr í vöðvunum og gefur til kynna hvaða varnarhættir hafa mótast og hvenær.

ÞROSKASKEIÐ

Bodynamic kerfið flokkar þroskaskeið barnsins í sjö tímabil, frá fæðingu að unglinsárum. Á hverju skeiði leika ákveðnir vöðvar aðalhlutverkið og tengjast þeim þroskaverkefnum sem þá eru í aðalhlutverki. Hverju þroskaskeiði er skipt í tvennt, annað með einkenni uppgjafar og hitt með einkenni mótstöðu. Hvert skeið hefur sína ákjósanlega stöðu einhverstaðar í miðjunni, með aðgang að bæði eftirgjöf og mótstöðu.

ÞROSKATÍMABIL PERSÓNULEIKANS

11 HÆFNISÞÆTTIR SJÁLFSINS

Einn af þeim stöðum þar sem hægt er að sjá tengingu líkama og sálar er tungumálið. Til er fjöldinn allur af dæmum, t.d. standa við bakið á einhverjum, axla ábyrgð, fá í magann af hræðslu, pissa í buxurnar af hærðslu, missa fæturnar, sleppa tökunum, grípa eitthvað, hafa olnbogarými osfr. Samhengið er oft mjög augljóst, það getur hjálpað þeim sem vinna samþætt með líkama og sál að fá hugmyndir í meðferð.

Bodynamic kerfið hefur síðan á 8. áratug síðustu aldar unnið að því að kortleggja hliðstæður og samhengi milli líkamsbyggingar, hreyfimunsturs og vöðvaspennu annarsvegar og persónuleika og  “ég-færni” (ego function) hinsvegar.

 1. Tengslafærni  snýst um færnina til að tengjast/bindast öðrum og hversu opinn og móttækilegur maður er fyrir því að upplifa teningu, bæði með því að gefa og taka í mót. Þessi færnisþáttur snýst líka um hæfnina til að taka á móti stuðningi og uppbakningu og um hæfni til að styðja við sjálfa sig. Líkamlega er tengslafærni tengd við; svæðið í kringum brjóstbeinið, svæðið milli herðablaðana, djúpir vöðvar hliðlægt á brjóstkassa (samanlagt svæðið í kringum hjartað), stóru  flötu bakvövarnir og djúpir grindarbotnsvöðvar.
 2. Stöðufærni snýst um afstöðu til lífsins í bókstaflegri merkingu, hvernig heldur maður sér uppi, hvernig er staðan, hvernig mætir maður umheiminum? Reist og opin eða heldur maður aftur af sér og er niðurbeygður. Líkamlega er Stöðufærni tengd við; stóru vöðvarnir  sitthvoru megin við hrygginn (erectus spinae), hálsvöðvar, aftari lærvöðvar og kálfar.
 3. Kjarnafærni snýst um hæfnina til að vera í tensglum við sjálfa sig og sjálfsvirðinguna, að virða og meta sitt eigið sjálf. Líkamlega er kjarnafærni tengd við; Djúpa vöðva í kringum mjóbak, setvöðva, grindarbotnsvöðva, vöðva milli herðablaða og stóru brjóstvöðvana.
 4. Afmörkunarfærni snýst um hæfni til að afmarka sig í tengslum við aðra og umheiminn. Líkamlega er afmörkunarfærni tengd við; húðina, vöðva framan á lærum og ytri axlavöðva.
 5. Raunveruleikaskynsfærni snýst um hæfnina til að , halda jarðtengingunni, finna fyrir undirlaginu, geta kannað raunveruleikann, vera jarðtengd og á sama tíma opin fyrir innsæi og andlegri upplifun. Líkamlega er raunveruleikaskynsfærni tengd við; tær, fætur og vððva á sköflungi, litlu og djúpu axlarlvöðvana, vöðva í hálsi, enni og gagnaugum.
 6. Jafnvægisfærni snýst um sállíkamlegt jafnvægi, svo sem eins og jafnvægi milli þess að vera tengdur sjálfri sér og tengdur öðrum, jafnvægi milli þess að tjá tilfinningar sínar og að geyma innra með sér. Líkamlega er jafnvægisfærni tengd við; djúpa mjóbaksvöðva, hliðlæga lærvöðva, vissa axla, háls og andlitsvöðva, vöðva  á legg (underben) og innanlærisvöðva.
 7.  Hugræn færnisnýst um hæfni manneskunnar til að átta sig, grípa og skilja sjálfa sig og umheiminn. Líkamlega er hugræn færni tengd við; háls vöðva, hendur, fætur og vöðva í andliti og gagnaugum.
 8. Álagsstýringarfærni snýst um hæfnina til að byggja upp, rúma og tjá kraftmikið orkuástand og sterkar tilfinningar. Líkamlega er orkustýringarfærni tengd við; brjóstkassann, magavöðva, hálsvöðva, ytri og innri lærvöðva, grindarbotn og stóru flötu bakvöðvana
 9. Framkomufærni snýst sálfræðilega séð um hvernig manneskjan stígur inn á “sviðið” og mætir umheiminum. Hvenrig hún tjáir sig með augum og andliti þegar hún mætir öðrum? Með hverskonar líkamstjáningu? Upprétt og tekur skref á móti hinum eða álút og hikandi. Líkamlega er framkomufærni tengd við; vöðva á sköflungi, kálfavöðva, brjóstvöðva, vöðva aftan á lærum og svæðið í kringum augun.
 10. Samskiptaafærni snýst um hæfnina til að taka inn og hafa samskipti við umhverfið. Grípa í, halda fast, sleppa, krefjast, taka sér pláss, taka á móti og gefa frá sér og taka að sér verkefni.   Líkamlega er Samskiptaafærnitengd við; hendur, framhandleggi, upphandleggi og axlir.
 11. Kynvitundarærni snýst um hvernig manneskja upplifir, ber og tjáir kyn sitt, kynhlutverk, kynhneigð og næmni. Líkamlega er kyngervisfærnitengd við; Grindarbotn, innanverð læri, axlir og háls.