Ellefu færnisþættir sjálfsins - ,,Ego-functions" módel Bodynamic.

Þegar sálræn færni er sett í samhengi við líkamann er hún ekki lengur bara hugmynd heldur líka áþreyfanleg, eitthvað sem hægt er að upplifa og þjálfa.
Aðstæður í lífi okkar geta gert það að verkum að sum færni dregst saman á meðan önnur sterkari er áberandi og tekur á sig megnið af álaginu.
Það er aldrei of seint að þjálfa upp og styrkja sálræna færni. Í Bodynamic meðferð skoðum við hvaða sálræna færni er sterkust og hverja má draga fram og efla.

1. Tengslafærni snýst um getuna til að tengjast öðrum, um hversu opinn og móttækilegur maður er fyrir því að upplifa tengsl með mismikilli nánd, með því að gefa og þyggja.
Hún snýst líka um að taka á móti stuðningi og veita stuðning og getuna til að styðja við sig sjálfa og um hæfni okkar til að upplifa okkur tengd við umheiminn, andlega,
orkulega, tilfinningalega og huglægt, snýst um hvernig við skynjum og stýrum þessari upplifun. Að taka á móti stuðningi er ekki það sama og að vera borinn uppi. Skilyrði þess að geta tekið á móti stuðningi er að maður standi á eigin fótum og taki þannig á móti stuðningi sem síðan styður mann í að standa áfram á eigin fótum. Við lærum að styðja okkur sjálf með því að upplifa tilheyrandi stuðning utanfrá. Hendur sem lagðar eru á axlir manns gefa manni stuðning svo hægt sé að lenda, finna fætur á jörðinni eftir að hafa verið hátt uppi og flogið eða misst fótanna.
Vöðvar í þessari færni gefa okkur stuðning í kring um hjartað svo við missum það ekki, tínum því ekki eða gefum það frá okkur.

Þessi vöðvar gera okkur líka kleift að opna svo að
hjartaorka frá okkur streymi út og hjartaorka frá öðrum streymi inn.

Það er eitthvað í okkur sem vill LIFA.

2. Stöðufærni snýst um hvernig maður ber sig í lífinu og um að standa á eigin fótum; hún snýst um afstöðu til gilda, viðmiða. Hún snýst um það hvort ég haldi haus eður
ei.

3. Kjarnafærni snýst um getuna til að vera í tensglum við sjálfa sig og um það hvort og hve mikið þú virðir og metur sjálfa þig. Hún snýr að mannlegri hæfni til að vera í
sambandi við sjálfa sig, hve mikla sjálfsvirðingu maður hefur og um mat á eigin sérstöðu, “ég er einstök, engin er eins og ég”. Með því að þjálfa skynjunina á kjarnanum getum við æft okkur í hvað okkur líkar við og hvað okkur mislíkar; hverju við höfum áhuga á og hverju við viljum fá meira af.

4. Afmörkunarfærni snýst um færnina til að afmarka sig á lifandi hátt í tengslum við aðra og umheiminn.
Að geta fundið fyrir mörkum sínum og metið þörfina fyrir rými og fjarlægð við mismunandi aðstæður er mjög mikilvægt, bæði til að upplifa sig í eigin kjarna í mismunandi aðstæðunum og til að koma fram á skýran hátt í samskiptunum. Mörk eru mikilvægur þáttur í því að geta verið sannur og áreiðanlegur. Þessi mörk eru
„ratsjá“ okkar gagnvart umheiminum. Þau upplýsa okkur um „hluti“ eða fólk sem við gætum rekist á. Án þessa, finnst okkur við óvarin. Mörk snúast um hvernig við getum
verið í samböndum og samskiptum við aðra. Bæði við okkar nánustu, við samstarfsfólk og í fjölmenni. Hvað gerist inní í þér þegar einhver kemur nálægt þér? Hvaða viðbrögð hefur þú þegar einhver vill eitthvað annað en þú?

5. Raunveruleika- og jarðtengingarafærni snýst um getu manneskunnar til að viðhalda tengingu við undirlagið / jörðina, um getuna til að kanna raunveruleikann og um það
að vera jarðtengd og á sama tíma opin fyrir andlegri upplifun. Hún snýst um að upplifa veruleikann “eins og hann er” þar sem við erum stödd, hér og nú og samtímis
vera opin fyrir því óáþreyfanlega. Ef við erum mjög hröð minnkar jarðtengingin og við fljúgum en eigum erfiðara með að lenda. Ef við erum of jarðtengd þyngist andinn, situr fastur, kemst ekki úr sporunum og við sjáum ekki leiðina út. Við þurfum báða þessa krafta, þá sem tengja
okkur við jörðina og þá sem gera okkur kleift að létta af okkur byrgðinni, takast á loft og fljúga þangað sem hugarflugið og ímyndunaraflið fær notið sín.
Þessi færni felur í sér að vita að veruleikinn er ekki annaðhvort eða, heldur bæði og. “Jarðtenging er ákaflega mikilvæg fyrir líkama og sál. Jörðin hefur gríðarlega sterkt
segulsvið sem eykur heilbrigði í líkamanum og gerir manni kleift að athafna sig betur í daglegu lífi og koma hlutum í framkvæmd. Það að vera ójarðtengdur getur orsakað
m.a. að þú missir einbeitinguna auðveldlega, átt erfitt með að róa hugann, ofhugsar eða ferð í þráhyggju, upplifir kvíða og áhyggjur, ferð í tilfinningauppnám og
ofurneikvæðni, átt erfitt með að þola utanaðkomandi áreyti, ert áhrifagjörn og tekur inn á þig tilfinningar annarra. Jarðtenging getur gefið þér þér stöðugleika og tilfinningu fyrir að vera skýr, kjörnuð, sterk og einbeitt o.s.frv.” Jóhanna Jónasar

6. Félagsleg jafnvægisfærni snýst um jafnvægi milli þess að vera tengd sjálfri sér og
öðrum, jafnvægi milli þess að tjá tilfinningar sínar og að geyma þær innra með sér.

7. Hugræn færni snýst um að átta sig, grípa og skilja sjálfa sig og umheiminn.

8. Orkustýringarfærni snýst um að byggja upp, rúma og tjá kraftmikið orkuástand og tilfinningar.
Þessi færnisþáttur fjallar um að stýra orkunni, beina henni einhvert og skrúfa upp eða niður í henni, eftir þörf og aðstæðum. Hann snýst um að rúma (contain) og halda utan
um tilfinningar, án þess að tapa tengingunni við aðra, hann á heima í búknum og er tengdur öndun og vöðvum sem tengjast öndun.
Ef þú andar kröftuglega nokkrum sinnum rís orkan í þér og að sama skapi dregur niður í henni ef þú andar grunnt og hægt. Ef þú upplifir öndunarvöðvana fjarlæga,
daufa, í uppgjöf, skapar það yfirleitt minni löngun til að upplifa sterkar tilfinningar og kraftmikið ástand. Orkan eða tilfinningarnar “leka út”. Við getum notað öndunina til
að róa okkur og gera okkur kleift að hugsa skýrar í erfiðum aðstæðum, andað inn með nefinu, út um munninn og hægar út en inn. Ef öndunarvöðvar eru stífir og stirðir er
haldið aftur af tilfinningum og tjáning þeirra staðnar.
Orkustýringarfærni felur í sér að rúma tilfinningar og að tjá þær. Við getum verið reið án þess að segja neitt eða bregðast við, en reiðiöldurnar bylgjast samt innra með
okkur eða við getum tjáð reiði okkar á einhvern hátt og þannig stýrt tilfinningunni. Vöðvarnir sem tilheyra þessari færni hjálpa okkur að stýra hve mikið við tjáum og
hve mikið við geymum.

9. Framkomufærni snýst um að stíga inn á “sviðið”, tjá sig, með augum og andliti og hvort líkamstjáningin er upprétt og taki á móti öðrum eða álút og hikandi í að nálgast aðra.

10. Samskiptafærni snýst um hæfnina til að taka inn og hafa samskipti við umhverfið. Grípa í, halda fast, sleppa, krefjast, taka sér pláss, taka við, gefa frá sér og
taka að sér verkefni.
Þessi færni tengist vöðvum í upphandleggjum, höndum, nokkrum axlarvöðvum, vöðvum sem halda um brjóstkassa, vöðvum í kringum munn og augu, bindivef í kringum naflann og setvöðvum. Þetta eru vöðvar sem virkjast þegar við höldum fast, togum til okkar, ýtum frá okkur, höldum einhverju frá okkur í ákveðinni fjarlægð, sleppum tökunum og berum eitthvað.

11. Kynvitundunarfærni snýst um að upplifa, bera og tjá kyn sitt, kynvitund, kynhneigð og næmar tilfinninga