LÍKAMSMIÐUÐ SÁLMEÐFERÐ - Psycosomatic Psycotherapy

Grunnhugmynd Bodynamic meðferðarkerfisins er sú að manneskjan sé félagsleg vera knúin áfram í af þörf fyrir snertingu og tengslum og stundum lífslangt þá jafnvægislist að halda okkar reisn (dignity) á sama tíma og við höldum tengingunni (conneciton).
Við erum ein heild, líkami, hugur og andi. Við skynjum og tjáum lífið í gegnum líkamann. Líðan okkar speglast í líkamanum, við þurfum að ná tengingu við hann, rétt eins og við hugan, til að öðlast innri ró og skýrari sýn.
Eftir því sem við verðum meðvitaðri um eigin tilfinningar og tengdari líkamlegri skynjun okkar, eigum við auðveldara með að hafa samkennd með sjálfum okkur og öðrum.
Sálmeðferð snýst ekki um að breyta sjálfum sér, hún snýst um að vera maður sjálfur.”
Bodynamic er yfirgripsmikið sál-líkamlegt meðferðarkerfi sem hefur þróað Þroskafærðilegt módel (Caracter structur), módel um Egofærni, módel um Egósvið (ego-aspects), Bodymap módel – kortlagnung á sálrænni spennu í vöðvum, Bodyknot – aðferð til að leysa ágreining, ofl.
Bodynamic sálmeðferð felur í sér bæði samtal og líkamlega nálgun. Ólíkt hefðbundinni samtalsmeðferð notar Bodynamic líka sál-líkamlegar æfingar til að hjálpa fólki að losa um tilfinningar sem geymdar eru í líkamanum og öðlast betri sjálfsskilning og sálræna færni. Æfingarnar eru hannaðar til að virkja vöðva sem tengjast því efni sem unnið er með í meðferðinni. Aðferðirnar miða að því að auka tengingu okkar við likamann og skynjanir okkar.
Það þarf hugrekki að ákveða að fara í sálmeðferð. Það getur verið kvíðavaldandi að finna góðan meðferðaraðila, sérstaklega ef þú ert að ganga í gegnum krefjandi tíma og sársaukafullar tilfinningar og upplifanir og ruglingslega líðan.
Kannski er ástæðan fyrir því að þú leitar eftir sálmeðferðarfræðingi að þig þyrstir í meiri sjálfsskiilning og vilt vaxa sem manneskja.
Hver sem ástæðan er, þá þarftu líklega að breyta einhverju, á einhverju sviði og kannski er tíminn til þess er núna.
EINSTAKLINGSMEÐFERÐ

Ég býð þér uppá öruggt og þægilegt rými fyrir samtal og sállíkamlega vinnu. Ég get hjálpað þér að takast á við sálræn vandamál og gefið þér gagnlegar aðferðir sem þú getur notað í þínu daglega lífi.
HÓPMEÐFERÐ

Í áratugi hafa farið fram víðtækar rannsóknir á gagnsemi hópmeðferðar. Niðurstaðan er að hún er jafn áhrifarík og einstaklingsmeðferð þegar unnið er með t.d. þunglyndi og kvíða.
ÁFALLAMEÐFERÐ

Áfallameðferð losar um áföll er sitja í líkamanum, hjálpar þér að vinna úr þeim og upplifa bata. Það er grundvallaratriði að endurheimta aðgang að gleymdum auðlindum.

UM LILJU STEINGRÍMSDÓTTUR
Ég heiti Lilja Steingrímsdóttir og starfa sem Bodynamic sálmeðferðarfræðingur. Ég býð þér uppá öruggt og þægilegt rými fyrir samtal og sállíkamlega vinnu. Mitt hlutverk er að styðja við þig í þeirri vinnu sem þú treystir þér í og sýna þér leiðir sem geta gagnast þér og aukið færni þína og sjálfskilning.