EINSTAKLINGSMEÐFERÐ

Að ákveða að fara í sálmeðferð er persónuleg ákvörðun sem á sér oft langan aðdraganda. Flestir ákveða að leita sér hjálpar til að losa um gömul og úrelt munstur viðbragða og fá meira út úr lífinu, njóta sín og eiga betri samskipti. Það eru engin vandamál of stór eða lítil til að  byrja að gera eitthvað í málinu.

EINSTAKLINGS-
MEÐFERÐ

Að ákveða að fara í sálmeðferð er mjög persónuleg ákvörðun og oft með langan aðdraganda. Flestir ákveða að leita sér hjálpar til að fá meira út úr lífinu, njóta sín betur og eiga betri samskipti, það eru engin vandamál of stór eða lítil til að gera eitthvað í málinu.

“Það sýnir sig oft í líkamlegum einkennum ef okkur skortir andlega næringu til lengri tíma, svo sem höfuðverkur, vöðvaspenna, svimi, svefntruflanir, náladoði, hjartsláttur, lystarleysi eða ofát.

Sama hver ástæðan er fyrir því að þú kemur í sálmeðfeð reyni ég í gegnum nærveru að skapa rými þar sem er pláss fyrir þig að vera þú sjálf(ur), með öllu sem því fylgir. Ég mun styðja þig þegar þú byrjar að sjá og skilja samhengi hluta, þína eigin hegðun, tilfinningar, þínar líkamlegu upplifanir og ímyndanir um sjálfa(n) þig.

Ég vil hjálpa þér að uppgötva möguleika þína, verða það sem býr innra með þér, frjáls til að fá sem mest út úr lífinu. Vandamálin dagsins í dag eiga oft rætur í æsku þegar við lærðum að hugsa, haga okkur og finna til. Mörg okkar glíma við þroskaáföll sem sitja í okkur og geta valdið því að við eigum í sjálfsniðurrífandi og neikvæðum samskiptum við umheiminn og okkur sjálf. Sálmeðfeð (psycothreapy) er ferli til að losa um og leiðrétta þennan skakka lærdóm svo hægt sé að taka við ábyrgð á eigin lífi og upplifa það sem lífið býður uppá.

Bodynamic sálmeðferð er sniðin að þörfum þínum, er sveigjanleg og skapandi. Hún býður uppá samtal, sállíkamlegar æfingar og ýmsar aðferðir sem snúast um að vekja og styrkja færni sem hefur legið í dvala.

Sálmeðfeð snýst ekki um að breyta sjálfum sér, heldur um að vera maður sjálfur.