Endurnæring í Andalúsíu 6. -13. maí 2026 -Kvennaferð.
Viltu endurnærast á dásamlegum stað í yndislegri veðráttu? Við bjóðum þér á fimm daga hlédrag (retreat) í Casa Libelula (Dragonfly house), nálægt borginni Antequera í Andalúsíu og í lokin, tvo daga í Malaga frá 6. maí til 13. maí 2026.
Dagskráin sem við höfum sett saman endurnærir, gleður og skapar sterkar tengingar og ógleymanlegar minningar.
Við bjóðum uppá bæði mjúkt og kraftmikið jóga sem er jafnt fyrir byrjendur og lengra komna, jóga nidra, leidda hugleiðslu og slökun, hópeflandi samveru og sál-líkamlegar æfingar, heilun og seremóníur af ýmsu tagi, létta gönguferð í hinum magnaða El Torcal fjallgarði, dásamlegan og næringarríkan grænmetismat, fræðslu um ólívuolíur og ólívuræktun , skoðunarferð í hinni mögnuðu borg Ronda, létta gönguferð um Malaga og margt fleira skemmtilegt.
Við vonum að þú komir og upplifir þetta ævintýri með okkur sem verður endurnærandi fyrir líkama og sál.

Fyrir all mörgum árum fékk Helen nóg af hraða og streitu Lundúnarborgar, hún þráði að fá meiri lífsfyllingu, lífsgleði og tilgang. Hún snéri við blaðinu, tók líf sitt í eigin hendur og var beinlínis leidd til Andalúsíu, þangað sem hún settist að og byggði upp Casa Libelula.
Sjón er sögu ríkari, við vinkonurnar fórum í apríl 2025 í heimsókn til Helenar í Casa Libelula og urðum heillaðar af því sem hún hefur byggt upp þar. Þá og þar tókum við ákvörðun um að setja saman dagskrá og bjóða uppá kvennahlédrag vorið 2026.
Við skipuleggjum þessa viku í samstarfi við Ferðaskrifstofuna Heillandi Heimur, greiðslur fara fram í gegnum heimasíðu þeirra, þar er einnig hægt að sjá upplýsingar um ferðina.
Casa Libelula er sérhannaður staður fyrir hlédrög. Allt umhverfið er einstaklega fallegt og nostursamlega úthugsað. Staðsett í yndislegri sveitakyrrð með víðu útsýni og stórkostlegri fjallasýn. Þar er gott að núllstilla sig, hvílast, prófa eitthvað nýtt og endurnærast. Heilsulindin Casa Libelula er innblásin af anda drekaflugunnar, sem táknar breytingar, umbreytingar, aðlögun og sjálfsþekkingu.
Hér eru ummæli þátttakanda í hlédragi í Casa Libelula.
“Dragonfly House er sannarlega sérstakur staður í Andalúsíu sem hefur verið hannaður af ást og umhyggju til að veita gestum sínum rólegt og endurnærandi rými. Húsin sem mynda Dragonfly House eru fallega staðsett milli ólífu- og möndlutrjáa og með stórkostlegu útsýni yfir El Torcal fjallgarðinn. Sundlaugin, 360 gráðu jógaþilfarið og víðáttumiklir garðar bjóða upp á frábæra hvíldarstaði til að njóta sólarlags og hvíldar. Á heitari mánuðunum ársins býður fallegt og rúmgott jógastúdíóið í ólífulundinum upp á svalan stað til að slaka á í. Svefnherbergin hafa verið vandlega hönnuð, þægileg og litrík, með lúxus baðherbergjum. Helen, gestgjafi Dragonfly House á auðvelt með að bjóða okkur velkomin með sínu hlýja og gefandi viðmóti , hún hefur skapað töfrandi stað sem veitir öllum gestum sínum græðandi og endurnærandi upplifun”.
Hægt er að panta einkatíma í heilun, nuddi, ayurvediska heilsuráðgjöf, tarotspila lestri ofl. hjá Helen og því fólki sem starfar hjá henni, á eigin kostnað.
Á heimasíðu Dragonfly house https://www.dragonflyhousespain.com/therapy er hægt að sjá það sem er í boði.
Maturinn í Dragonfly house er fjölbreyttur, fallegur og bragðgóður grænmetismatur af bestu gerð. Mikið af grænmetinu er ræktað á staðnum, allt grænmeti er lífrænt og allur maturinn er hrein fæða og úr nágrenninu. 3-4 máltíðir á dag.
Á heimasíðu Dragonfly house https://www.dragonflyhousespain.com/ er hægt fá ýmsar upplýsingar og sjá myndir af herbergjum og allri aðstöðunni og yfirlitskort af svæðinu.
Dagskrá Endurnærandi Kvennaferðar í Andalúsíu 6. - 13. maí 2026
6. – 11. maí hlédrag í Dragofly house
6. maí. Flogið til Malaga, keyrt í rútu til Casa Liubela í tæpan klukkutíma, komum þangað síðla dags. Hópurinn hittist í Jógasalnum, hrisstir sig saman og slakar svo á í lok dags með Jóga Nidra.
7. maí. Morgunjóga og leidd hugleiðsla á sólarhyllingar pallinum ~ Hópeflandi samvera og sál-líkamlegar æfingar í anda Bodynamic í 1-1,5 klst ~ Gengið um ólífuakruinn og fræðst um Ólífuræktun og ólífuolíur ~ Kakóseremónía.
8. maí. Morgunjóga og leidd hugleiðsla á sólarhyllingar pallinum ~ Gönguferð í El Torcal del Antequera fjallgarðinum (á allra færi), ef tími vinnst til þá skoðum Antequera á leiðinni heim ~ Tónheilun í jógasalnum.
9. maí Morgunjóga og leidd hugleiðsla á sólarhyllingar pallinum ~ Hópeflandi samvera og sál-líkamlegar æfingar í anda Bodynamic – Frjáls tími eftir hádegi – Jóga Nidra í lok dags.
10. maí. Morgunjóga og leidd hugleiðsla á sólarhyllingar pallinum ~ Göngutúr í sveitinni kringum Casa Liubela ~ Hópeflandi samvera og sál-líkamlegar æfingar í anda Bodynamic ~ Um kvöldið Samkoma þar sem við skemmtum við okkur saman síðasta kvöldið í Casa Libulela.
Það má taka eins mikinn þátt í dagskránni og hver vill. Mikilvægt er að hlusta inná við og bera virðingu fyrir eigin þörfum, við erum komnar til að næra okkur andlega og líkamlega og njóta þess að skrúfa niður í hávaða og kröfum, hvaðan sem þær koma. Við leyfum okkur að vera eins og við erum og upplifa kraftinn sem við fáum með því að tengjast öðrum og prófa eitthvað nýtt.
11. – 13. maí Ronda og Malaga
11. maí. Morgunjóga og leidd hugleiðsla á sólarhyllingar pallinum ~ Kl 10 eftir morgunmat, er hópurinn sóttur og keyrður til Ronda. Þar skoðum við nokkra merka staði í þessari mögnuðu borg. Keyrum seinnipartinn til Malaga á Hótelið sem við gistum á.
12. maí. Við bjóðum uppá gönguferð um skemmtilega staði í Malagaborg í bland við búðaráp. Malaga er talin vera elsta borg Evrópu, hún geymir enn sína gömlu stemningu og margar gamlar hefðir, hún er mátulega stór og auðvelt að skoða sig um. Þar eru frábærir markaðir og fornar götur til að rölta um. Um kvöldið hittumst við allar og borðum saman á uppáhaldsveitingarstað Önnu Möggu.



Það eru extra gæði fyrir þátttakendur að hafa okkur þrjár til að hlúa að hópnum og sjá til þess að allir fái sem mest út úr þessum dögum. Við erum hver með okkar sérsvið, skiptum með okkur verkum og vinnum vel saman.
Við setjum saman hlédrag á stað Casa Libelula í þeim anda sem okkur finnst sjálfum spennandi, hlédrag sem við vildum allar sjálfar taka þátt í.

Sál-líkamlegar æfingar í hóp er einstaklega góð leið til að styrkja sig persónulega og til að styrkja hópinn , þær skilja eftir sig djúp og varanleg spor í aukinni færni, góðum minningum og næringaríkum tengslum. Þessar sál-líkamlegu æfingar/samvera fara fram á mildan og nærgætin hátt með fullri virðingu fyrir öllum í hópnum. Við ætlum að skoða allskonar egó-færni, svo sem eins og “að upplifa og setja mörk”, “upplifa sig kjarnaða og upplifa sjálfstraust”, “skynja raunveruleikann og vera jarðtengdur”, “rúma sterkar tilfinningar”, “samskiptafærni” og “tengslafærni”.

Jóga á Sólarhyllingarpallinum. Augljós kostur við að stunda jóga utandyra er sólin sem skýn á þig. Það er alltaf bónus að fá auka skammt af D-vítamíni. Ferskt loft gerir þig meðvitaðri um andardráttinn og víðáttan í kringum þig kjarnar skynjun þín og skerpir upplifun af nærveru við eitthvað sem er stærra en þú.
Sólskinið bætir skapið og styrkir ónæmiskerfið, hleður þig orku og eykur þér lífsþrótt. Að gera sólarhyllingu á Jógaþilfarinu er dásamleg upplifun.

Hverjar erum við?
Lilja Steingrímsdóttir.
Lilja hefur farsællega leitt og skipulagt lengri göngur og hlédrög á Íslandi í yfir tuttugu ár. Hún er vottaður Bodynamic sálmeðferðarfræðingur, hjúkrunarfræðingur og leiðsögumaður að mennt: Öll hennar menntun og reynsla nýtist sérlega vel til að skapa magnaðar og gagnlegar upplifanir á hlédragi sem þessu sem við bjóðum í Casa Libelula. Lilja mun bjóða uppá hópeflandi Sál-líkamlegar æfingar, leiki og pælingar og spila á gítarinn og leiða söng, þegar þörf krefur.

Anna Margrét Guðjónsdóttir.
Anna Margrét hefur undanfarin tíu ár unnið með spænsku fyrirtæki og því oft átt erindi til Spánar. Síðustu misserin hefur hún verið með annan fótinn í Málaga borg og þvælst talsvert um Andalúsíu. Áhugann á Spáni og spænskri menningu má rekja allt aftur til unglingsáranna og í menntaskóla byrjaði hún að læra spænsku og reynir eftir bestu getu að bæta við sig í þeim efnum. Í hennar huga er Andalúsía eitt mest spennadi svæði Spánar, hún vill gjarnan deila með okkur áhuga sínum og þekkingu á svæðinu.

Edda Jónsdóttir.
Edda Jónsdóttir á að baki nám í Jóga Nidra, Kundalini Jóga og Hatha Jóga. Hún leggur áherslu á jarðtengingu, hlustun og forvitni í allri iðkun. Edda hefur sótt ýmis námskeið lýsa áhugasviði hennar s.s. eins og jógaþerapíu, flotþerapíu og Acquatic Massage Therapy. Helstu áhugamál eru fjölbreytt hreyfing og útivera ásamt ótalmörgu sem snýr að andlegri og líkamlegri heilsu. Edda bjó um tíma á Spáni og er með BA í spænsku auk þess að hafa BA kennslufræði. Edda glæðir lífi og lit í alla hópa sem hún er í.

Andalúsía er einstakt svæði, ríkt af náttúrúfegurð og fornri og flókinni menningarsögu. Húsagerðarlist og menning öll bera sýnileg áhrifa frá mismunandi tímabilum þegar réðu ríkjum ýmist Rómverjar, Márar, Fönikíumenn, Vandalar, Gotar, Carþagómenn, Keltar og fleiri. Í Orce í Andalúsíu fundust elstu mannvistarleifar Evrópu sem eru 1.4 milljón ára gamlar. Það er m það er algerlega þess virði að heimsækja Andalúsíu.
Verð:
kr. 305.000.- Miðað við að gista í 2ja manna herbergi.
kr. 337.000.- Miðað við að gista í einbýli.
Greiða þarf staðfestingargjald kr. 60.000.- fyrir 15. desember 2025.
Innifalið: ~Allar bíl og rútuferðir innan Spánar, nema leigubíll í lokin frá Malaga til Malaga flugvallar. ~ Öll auglýst dagskrá. ~ Allur matur í Dragonfly house. ~ Öll gisting.
Ekki innifalið: Flug til og frá Íslandi og matur í Malaga og leigubíll í lokin, frá Malaga til Malaga flugvallar.
Athugið að það eru aðeins fá pláss í boði í þessa ferð, hámark 14 þátttakendur, um að gera að tryggja sér sæti sem fyrst.
Við skipuleggjum ferðina í gegnum Ferðaskrifstofuna Heillandi Heimur, allar greiðslur fara fram í gegnum hana. https://www.heillandiheimur.is/
Ef þú vilt fá að vita meira, þá getur þú sent inn fyrirspurn hér fyrir neðan.
Sálmeðferð snýst ekki um að breytast heldur um að gangast við sjálfum sér, vera maður sjálfur.
Sálmeðferð snýst ekki um að breytast heldur um að gangast við sjálfum sér, vera maður sjálfur.
Allt sem þú þarft býr innra með þér, treystu visku líkamans.
Allt sem þú þarft býr innra með þér, treystu visku líkamans.
“Það er meiri viska í líkamanum en í hinni dýpstu heimspeki” - Friedrich Nietzsche
“Það er meiri viska í líkamanum en í hinni dýpstu heimspeki” - Friedrich Nietzsche
“Að þora er að tapa sér, eitt augnablik. Að þora ekki er að tapa sér” - S. Kirkegaard
“Að þora er að tapa sér, eitt augnablik. Að þora ekki er að tapa sér” - S. Kirkegaard