Edda Jónsdóttir.

Edda Jónsdóttir á að baki nám í Jóga Nidra, Kundalini Jóga og Hatha Jóga. Hún leggur áherslu á jarðtengingu, hlustun og forvitni í allri iðkun. Edda hefur sótt ýmis námskeið sem lýsa áhugasviði hennar s.s. jógaþerapíu, flotþerapíu og Acquatic Massage Therapy. Edda hefur kennt jóga í Jógasetrinu og fleiri stöðum til fjölda ára. Helstu áhugamál eru fjölbreytt hreyfing og útivera ásamt ótalmörgu sem snýr að andlegri og líkamlegri heilsu. Edda bjó um tíma á Spáni og er með BA í spænsku auk þess að vera menntaður kennari. Edda glæðir lífi og lit í alla hópa sem hún er í.