Antequerea
Antequera er kölluð “krossgötur Andalúsíu” og er miðja vegu milli Sevilla, Ronda, Malaga og Granada.
Heimsókn í þennan sögufræga andalúsíska bæ er ferðalag næstum 5.000 ár aftur í tímann, saga borgarinnar nær aftur til bronsaldar með innfæddum Íberíubúum.
Í Antequera er fjöldi grafhýsa, rómverskra baða, márakastala, gotneskra kirkna og klukkuturna frá barokk tímanum.
Þegar horft er á Antequera úr fjarska er borgin dæmigerður miðaldabær, með kirkjuturnum og hlöðnum veggjum frá tímum Mára. Í dalnum fyrir neðan liggja frjósöm ræktarlönd sem Guadalhorce-áin gefur líf. Í aldir hefur þetta svæði verið eitt það frjósamasta í Andalúsíu og er nú leiðandi í ræktun á aspas, korni og ólífum.


