Þroskasálfræðimódel Bodynamic

 

Bodynamic hefur kortlagt samhengið milli vöðvaspennu og varnarhátta.  Varnarviðbrögð okkar fara í tvær áttir, í átt að eftirgjöf/uppgjöf og í átt að mótstöðu.

Í æsku byrjum við að móta varnarhætti okkar, þá mynda þeir í okkur djúpa kóða, sumir eru aðgengilegir og tiltölulega sveigjanlegir, aðrir liggja djúpt og það getur verið erfitt að breyta þeim.

Varnarhátturinn “uppgjöf/eftirgjöf” myndast þegar við bregðumst við álagi í samskiptum með því að gefa eftir hluta af sjálfum okkur til að viðhalda tengingunni. Uppgjöfin veldur undirspennu í vöðvum og bindivef, sem skapar tómleikatilfinningu “eins og eitthvað vanti…veit ekki hvað”. Þeir sem eru djúpa innprentun uppgjafar geta verið með “svartar holur” – vita ekki hvað þeir vita ekki, taka því að sé verkefni sem þeir kunna ekki eða geta ekki og taka að sér miklu meira en þeir ráða við.

 Varnarhátturinn “mótstaða/yfirspenna” skapast þegar við bregðumst við álagi með því að fórna tengslunum til að halda í okkur sjálf og það sem við teljum vera okkar. Þessi varnarháttur býr til brynju og þeir sem eru með mikla mótstöðu eru stífir, yfirspenntir og með yfirspennta vöðva. Þessi varnaraháttur ýtir frá sér og á erfitt með að hleypa inn.

Það er ákjósanlegt að geta fært sig meðvitað milli uppgjafar og mótstöðu, án þess að læsast. Þannig skapast vitund um eigin styrkleika og veikleika sem aftur býr til heilbrigt sjálfsöryggi. Þeir sem hafa “nógu” sveigjanlegan aðgang að báðum varnarviðbrögðunum búa yfir “hvítri holu”, virku innsæi og gagnlegri innri þekkingu sem hægt er að reiða sig á, þeir hafa breytileg orku sem aðlagar sig eftir þörfum. Allir þurfa að byggja upp varnarhætti sem tilheyra þeim verkefnum sem hvert þroskaskeið kemur með, sveigjanlegir varnarhættir eru nauðsynlegir til að takast á við lífið.

Bodynamic kerfið flokkar þroskaskeið barnsins í sjö tímabil, frá fæðingu að unglinsárum. Á hverju skeiði leika ákveðnir vöðvar aðalhlutverkið og tengjast þeim þroskaverkefnum sem þá eru í aðalhlutverki.

 


7 þroskaskeið og mótun varnarhátta

1. Tilvilst: Frá fyrir fæðingu til 3ja mánaða. 

  • Viðfangsefni – hafa tilverurétt, mega vera hér eins og maður er.
  • Undirspenna (Uppgjöf) – Mental. Öll orkan er í hugsuninni, á erfitt með tilfinningar.
  • Yfirspenna (Mótþrói) – Emotional. Öll orkan í tilfinningunum, á erfitt með hið rökræna og abstrakt hugsun.
  • Ákjósanleg staða – örugg, glöð yfir að vera til.

2. Þarfir: Frá 1 mánaða til 1,5 árs.                   

  • Viðfangsefni – hafa rétt á að fá þarfir sína uppfylltar og finna fyrir mettu ástandi.
  • Undirspenna – Óhamingjusamur, leitar stöðugt, mikill sultur, heimurinn hrynur ef tenging rofnar, gerir allt til að þú farir ekki.
  • Yfirspenna – Tortrygginn, “hvað meinar þú?”. Ég fæ aldrei það rétta, þú átt að vita hvað ég þarf, á ekki að þurfa að segja þér það, þá gefur þú bara af því ég bað um það eða af því þú vilt fá eitthvað frá mér.
  • Ákjósanleg staða – Örugg um að þarfir hennar muni verða uppfylltar.

3. Sjálfstæði: Frá 8 mánaða til 2,5 árs.         

  • Viðfangsefni – hafa rétt á að upplifa tilfinningar, forvitni og sjálfstæði.
  • Undirspenna – Orðlaust dreifir athyglinni. Verður tóm, fer á Wc þegar á að tala um eitthvað erfitt, fer að gera eða annað, missir getuna til að svara, vill hverfa. Fær orku til að gera hluti þegar ein, þessi orka lekur út með öðrum.
  • Yfirspenna – Talsett athyglisdreifing: Leiðir talið á aðrar brautir, talar og talar, dregur athyglina frá því sem er óþægilegt, hreyfir sig mikið, alltaf að gera eitthvað, með bakdyrnar opnar, erfitt með skuldbindingar í sambandi.
  • Ákjósanleg staða – Tilfinningalegt sjálfstæði, frelsi til að vera forvitin og kanna heiminn.

4. Vilji: Frá 2 til 4 ára                                           

  • Viðfangsefni – hafa rétt á að vilja eitthvað og ætla eitthvað
  • Undirspenna – Fórnarlamb, ég skal gera þetta, þetta er allt ”mér að kenna”.
  • Yfirspenna – Dómarinn, dæmir aðra út og suður, kaldhæðinn, ”þér að kenna”.
  • Ákjósanleg staða – Sjálfstraust, ákveðni, kraftur og úthald.

5. Kynvitund og kærlelikur: 3 til 6 ára           

  • Viðfangsefni – hafa rétt á að upplifa, ást og eigin kynvitund.
  • Undirspenna – Rómantísk. Dagdraumar, bíður eftir prinsinum/prinsessunni á hvíta hestinum, meiri áhuga á rómantík og fantasíu en jarðtengdum raunveruleikanum.
  • Yfirspenna – tælandi (seductive), gengur beint að verki, tælir til að fá strax, ekki rómantískur.
  • Ákjósanleg staða – jafnvægi milli hjarta og kynorku.

6. Skoðanir: 5 til 9 ára                                         

  • Viðfangsefni – hafa rétt á að móta eigin skoðanir
  • Undirspenna – forðast að hafa skoðanir, “passiv agressiv”, gefast upp í rökræðum, setja upp svip.
  • Yfirspenna – sterkar skoðanir, hafa alltaf rétt fyrir sér, þrjóskir og gefa ekki eftir, snobbaðir.
  • Ákjósanleg staða – Vita hvað þeir hugsa og eru opnir fyrir því sem aðrir hugsa.

7. Samstaða og keppnisskap 7 til 12 ára       

  • Viðfangsefni – hafa rétt á að tilheyra hóp án þess að þurfa að keppa eða setja eitthvað á svið.
  • Undirspenna – Málamiðlarar. Gefa frá sér metnað og að sýna hvað í þeim býr, forðast að skara fram úr, til að hafa alla í hópnum jafna og halda friðinn.
  • Yfirspenna – Keppa, vill vera í forystu/best. Getur átt erfitt með að falla inn í hópinn vegna þessa.
  • Ákjósanleg staða – jafnvægi milli sjálfs og hóps. Örugg í að leiða, skara framúr eða vera meðlimur hópsins.