BODYKNOT – LISTIN AÐ LEYSA HNÚTA –

Bodynamic hannaði Bodyknot líkanið til að kortleggja viðbrögð í samskiptum og komast að því hvar hlutirnir fóru úrskeiðis.

Talað mál er oft ónákvæmt tjáningaform og getur auðveldlega skapað misskilning sem kallar á viðbrögð.  “En ég hélt að …”  “Sagðir þú ekki….?”

Kannski gerir maður eitthvað í þeirri trú að það muni gleðja sem svo reynist ekki vera rétt mat, eða þú telur þig fylgja innsæinu og það reynist alrangt eða óheppilegt.

Ef svona misskilningur er ekki leiðréttur eins fljótt og hægt er getur það leitt af sér flókin ágreining, slitin vinarbönd og glötuð tækifæri.

Orðið „hnútur“ varð fyrir valinu því „hnútar“ myndast auðveldlega í samskiptum. Annað hvort í formi misskilnings, tregðu eða stíflu, sem fólk upplifir á líkamlegan hátt, s.s. líkamshlutar herpast saman, missa máttinn eða lokast.

Þegar samskipti eru komin í hnút geta myndast enn fleiri hnútar. Það skiptir máli að losa um fyrsta hnútinn strax og hann gerir vart við sig og yfirleitt losa um hnúta eins fljótt og unt er eftir að þeir uppgötvast.

Bodyknot líkanið- skýrir og losar um hnúta og greinir flækjurnar.

Hér er greining á því sem gerist í samskiptum:

0. Samhengið / grunnstemningin sem hefur áhrf á aðstæðurnar, viðbrögðin og upplifunina

  1. Ytri skynjun (skynfærin fimm), staðreyndir, ég sé, ég heyri og 6. skilningavitið (innsæið)2.
  2. Tilfinningar
  3. Túlkun / hugmynd
  4. Líkamleg – innri skynjun5
  5. Hvöt til aðgerða/ Impúls
  6. Greining (meta afleiðingar mismunandi viðbragða )
  7. Val
  8. Framkvæmd

Þetta gerist allt leifurhratt, til að greina þessa þætti þarf að hæga á öllu og staldra við.

0. SAMHENGI OG GRUNNUSTEMMNING.  Samhengi snýr að reynsluheimi okkar og dagsformi.

  • Ytri umgjörð þegar atburðurinn átti sér stað:  Með hverjum ertu? Hver er tilgangurinn? Er ákveðin tímaáætlun? ….
  • Hvað er í “bakpokanum”?. Þar er allt sem hefur gerst áður en atburðinn átti sér stað”.
  • Hverju er ég á höttunum eftir?
  • Hvað kemur mér úr jafnvægi?
  • Fyrir hverju er ég viðkvæm?
  • Atriði tengd t.d. upprunafjölskyldu, hjónabandi, vinskap, foreldrum….

1. YTRI SKYNJUN – er um staðreyndir, án túlkunar. Hún er um það sem maður skynjar í gegnum skilningarvitin fimm : sjón, lykt, heyrn, bragð, snertingu og einnig það sem maður skynjar með sjötta skilningarvitinu. Sjötta skilningavitið gefur okkur fyrirboða sem koma ekki frá líkamlegri skynjun, en geta engu að síður reynst réttir. Menn hafa þróað með sér mis mikla tengingu við sjötta skilningavitið, almennt er hún hvorki viðurkennd né metin í vestrænni menningu.

2. TILFINNINGAR eru viðbrögð sem koma samhliða líkamsskynjun. Bodynamic skilgreinir sjö grunntilfinningar – gleði, sorg, reiði, ótti, ógeð, skömm og kynferðislega tilfinningu – þær geta verið til staðar af mismiklum styrkleika, einar sér eða blandaðar saman á margvíslegan hátt.

Það er gagnlegt að skoða hvernig tilfinningarnar blandast og styrkleika ( „prósentu“) hverrar þeirra fyrir sig.  Til dæmis er hægt að vera eitt prósent ánægð, 2 prósent reið eða 5 prósent kynferðislega örvuð. Það er hins vegar einnig hægt að finna 0 prósent af öllum tilfinningum.

Að segja að „ekkert sé að gerast“ er líka í góðu lagi. Ef þú sættir þig við að „ekkert sé að gerast“ geturðu verið alveg viss um að eitthvað muni gerast á endanum.

Sem dæmi um „samsett“ tilfinningaástand má nefna spennu, afbrýðisemi, leiða, særindi, pirring, beiskju, ánægju, hafa grun, vera vandræðalegur og feimin. Það mætti lýsa tilfinningaástandi sem prósentublöndu af grunntilfinningunum. Tiltekin manneskja gæti til dæmis lýst afbrýðisemi svona: 30 prósent reiði, 30 prósent kvíði, 30 prósent skömm, 6 prósent sorg og 4 prósent kynferðisleg tilfinning. Annar einstaklingur gæti haft aðra prósentusamsetningu þegar hann finnur fyrir afbrýðisemi.  Að æfa sig í að skoða styrkleika og samsetningu tilfinninga er áhugavert og lærdómsríkt.

Talandi um tilfinningar, þá má benda á að í Bodynamic eru þær hvorki taldar jákvæðar né neikvæðar. Það eru miklu fjölbreyttari og flóknari hlutir á bak við hverja tilfinningu en svo að hægt sé að flokka þær þannig.  Til dæmis ef við skoðum reiðina þá er hún eins og allar aðrar tilfinningar, tjáning lífsins, til merkis um að þú leyfir öðrum að hafa áhrif á þig og að annað fólk skiptir þig máli, en reiði sem ekki er unnið úr getur breyst í hatur og sundrung.

Til að skapa skýr samskipti um tilfinningar er mikilvægt að undirliggjandi hugmynd og túlkun sé skýr. Ef þú til dæmis segir „ég er hrædd við þig“ er óljóst hvað þú meinar því þú tilgreinir ekki ástæðuna. Hinn aðilinn verður að ímynda sér hver ástæðan gæti verið. Samskipti verða nákvæmari því skýrari sem þú setur fram tilfinningar þínar og túlkanir.

Dæmi:

“Ég er hrædd við þig.”

“Ég er hrædd við þig þegar þú öskrar á mig.”

„Ég er hrædd við þig þegar þú öskrar á mig því ég held að þú sért að fara að reka mig út”.

Það er augljóslega auðveldara að stilla og leiðrétta samskipti, því nákvæmari sem þú ert í að greina á milli ytri skynjunar (staðreynda), tilfinninga, túlkunar og líkamlegrar skynjunar.

3. TÚLKUN –  er hugsanaferlið sem við förum í gegnum til að skilja skynjun okkar.

Hún getutr falið í sér dagdrauma, skilning, ímyndun, skonðun og upplifun.  “Ég held”,  “ég skil”, “ég hugsa”.  Það er líka hægt að spyrja í stað þess að túlka, “hvað meinar þú þegar þú gerir svona, segir svona..? Þannig hægjum við á öllu og gefum okkur ráðrúm.

Túlkun er um það hvernig við upplifum ytri skynjun, sjón og heyrn eru venjulega mikilvægust. Túlkanir eru mjög háðar fyrri reynslu. Ef til dæmis ytri skynjun virkar kvíðavekjandi getur hún leitt til of einfaldrar túlkunar, byggða á takmarkaðri reynslu. Sá sem hefur aðgang að fjölbreyttri reynslu er aftur á móti opnari í túlkun sinni og hefur því fleiri möguleika..

Mikið af misskilningi stafar af því að skynjun er blandað saman við túlkanir. Túlkanir eru að miklu leyti byggðar á munsti gamallrar reynslu. Ef t.d. einhver setur í brýrnar túlka margir það sem merki um reiði, það gæti þó allt eins þýtt að viðkomandi sé að einbeita sér.

Ef þú vilt hafa skýr samskipti þarftu að forðast orðin „af því“ og „en“ í tengslum við túlkanir. Þessi orð eru oft notuð til að draga úr því sem sagt var og til að komast burtu frá eigin tilfinningum. „Af því“ og „en“ búa líka auðveldlega til lokaða hringrás milli hugsana og skýringa– á kostnað þess að vera tengdur. Ennfremur búa „af því“ og „en“ auðveldlega til afsakanir fyrir því sem þú ert að segja; til dæmis: „ég held að þú sért reiður, en það er bara  af því að…“ eða „Mér líkar hugmyndin þín, en hún er líklega bara ekki …“

4. INNRI SKYNJUN – er líkamleg upplifun sem fylgir túlkuninni. Hvað gerist í líkama þínum þegar þú heldur að hin manneskjan meini X? Upplifunin getur verið ánægjuleg eða óþægileg. Hún getur líka komið fram sem ósjálfráð taugaviðbrögð, til dæmis aukin adrenalín framleiðsla, hraður púls, hita- eða kuldatilfinning og sem hreyfing, spenna, titringur, doði, flæði og breytt tímaskyn. Það er mikilvægt að aðskilja líkamlega upplifun frá túlkun. Það er  líka mikilvægð að skapa líkamlegt “rými” fyrir tilfinningar og upplifanir og staðsetja þær í líkamanum. Líkamsskynjun getur ekki verið röng; en túlkun þín á því sem hún kann að þýða getur verið röng.

5. HVÖT –  (impuls) til að gera eitthvað, segja eitthvað, tjá eitthvað, hreyfa eitthvað, snerta eitthvað, koma nær, færa sig fjær, frjósa. Hvötin er óritskoðuð, kemur frá þeim hlutum heilans þar sem ekkert tungumál er. Að gera sér grein fyrir hvötinni sem kemur upp, þó henni sé ekki fylgt eftir, býr til sannari samskipti. Hvatirnar koma frá undirmeðvitudninni sem er  að segja okkur eitthvað. Það er áhugavert að dvelja aðeins við og upplifa hvötina eins og áhorfandi; sérstaklega ef hægt er að forðast að fella dóma.

6. GREINING Mismunandi möguleikar vegnir. Skoða afleiðingar þess að fylgja hvötinni og fleiri möguleikar skoðaðir.

7. VALIÐhvernig á að bregðast við, svara. Margir líta framhjá því að jákvætt val felur sjálfkrafa í sér neikvætt val. Með því að velja eitt til, velur þú annað frá.

8. FRAMKVÆMD –  er um það að gera eða segja eitthvað.

Þessi þáttur þarf að vera studdur af öllum hinum þáttunum. Valið um hvað á að gera getur verið mjög erfitt. Dæmi: „Þegar þetta gerist langara mig til að fara (hvati), af því að mér finnst mér hafnað (innri skynjun og tilfinningar), en það er mikilvægt fyrir mig að leysa vandamálið (grunnstemning) og ég hef engan áhuga á að það verði enn verra (grunnstemning), sem mundi gerast ef ég færi (greining). Þannig að ég mun vera áfram og takast á við vandamálið (valið). En til að gera það svo vel sé, verð ég að heyra þig segja (greining) að þú hafir líka áhuga á að leysa vandamálið (greining) og að þú sért tilbúin að hlusta á mína útgáfu af sögunni.”

Hér er að því er virðist venjulegt og einfalt samskiptaferli gert óþarflega flókið – sumir gætu sagt að það sé stíft og þvingað – þegar því er lýst á þennan hátt. Það er hins vegar reynsla Bodynamic meðferðarkerfisins að því meiri skýrleiki, því minni líkur á misskilningi og þar með betri samskipti.

Ein af sterkustu hliðum Bodyknot-líkansins er að það gefur okkur möguleka á að prófa hvort hugmyndir eigi rætur í raunveruleikanum, séu ímyndun eða litaðar af fyrri reynslu.

Með því að  þjálfa hæfileikann til að vera nákvæmur í að skynja og skilgreina staðreyndir, líkamsskynjun og tilfinningar getum við komið í veg fyrir árekstra í samskiptum og leyst ágreining sem þegar er orðinn. Bodyknot -líkanið er traust og áreiðanlegt tæki til að þjálfa skýr og heiðarleg samskipti.