Varnarhættir
Varnarviðbrögð fara í tvær áttir, í átt að uppgjöf og í átt að mótstöðu.
Í æsku byrjum við að móta varnarhætti, þá mynda þeir í okkur djúpa kóða, sumir eru aðgengilegir og tiltölulega sveigjanlegir, aðrir liggja djúpt og getur verið erfitt að breyta.
Varnarhátturinn “uppgjöf/undirspenna” myndast þegar við bregðumst við álagi í samskiptum með því að gefa eftir hluta af sjálfum okkur til að viðhalda tengingunni. Uppgjöfin veldur undirspennu í vöðvum og bindivef, það skapar tómleikatilfinningu “eins og eitthvað vanti…veit ekki hvað”. Þeir sem eru djúpa innprentun uppgjafar geta verið með svokallaðar “svartar holur” – vita ekki hvað þeir vita ekki, og taka að sé verkefni sem þeir kunna ekki eða geta ekki og taka að sér miklu meira en þeir ráða við. Eru gjarnan með takmarkaða orku.
Varnarhátturinn “mótstaða/yfirspenna” skapast þegar við bregðumst við álagi með því að fórna sambandinu til að halda í okkur sjálf og það sem við teljum vera okkar. Þessi varnarháttur býr til brynju og þeir sem eru með mikla mótstöðu eru stífir, yfirspenntir og með yfirspennta vöðva. Þessi varnaraháttur ýtir frá sér og á erfitt með að hleypa inn.
Það er ákjósanlegt að geta fært sig meðvitað milli uppgjafar og mótstöðu, án þess að læsast. Þannig skapast vitund um eigin styrkleika og veikleika sem aftur býr til heilbrigt sjálfsöryggi. Þeir sem hafa “nógu” sveigjanlegan aðgang að báðum varnarviðbrögðunum búa yfir “hvítri holu”, virku innsæi og gagnlegri innri þekkingu sem hægt er að reiða sig á, þeir hafa breytileg orku sem aðlagar sig eftir þörfum.
Allir þurfa að byggja upp varnarhætti sem tilheyra þeim verkefnum sem hvert þroskaskeið kemur með, sveigjanlegir varnarhættir eru nauðsynlegir til að takast á við lífið.