Við bjóðum þér að upplifa endurnærandi og áhugaverða daga í Andalúsíu. Fimm dagar í Húsi Drekaflugunnar (Dragonfly House), dásamlegum stað sem er hannaður fyrir hlédrög (e. retreat) og tveir daga í miðborg Málaga.

Dagskráin samanstendur af fjölbreyttum upplifunum með alls konar dekri fyrir sál og líkama.

Við verðum með mjúkt jóga, jóga nidra, hugleiðslustundir, nærandi og skapandi samveru, sál-líkamlegar æfingar með samtali og fræðslu, tónheilun og kakó seremóníu.

Við munum ganga um ólífuakur og fræðast um ólífuolíur og ólífuræktun.

Við förum í fremur létta göngu um hinn stórbrotna El Torcal de Antequera fjallgarð.

Við heimsækjum nokkra markverða staði í borginni Antequera.

Við skoðum okkur um í hinni mögnuðu borg Ronda.

Síðustu tvo dagana dveljum við í Málaga, skoðum áhugaverða staði, röltum um fornar götur og rápum í búðir. Á lokakvöldinu skemmtir hópurinn sér saman og borðar á veitingastað í borginni

Hús Drekaflugunnar er staðsett nálægt borginni Antequera, í yndislegri sveitakyrrð með útsýni til allra átta. Öll aðstaða er einstaklega falleg og allt nostursamlega úthugsað. Heilsulindin er innblásin af anda drekaflugunnar, sem táknar umbreytingar, aðlögun og sjálfsþekkingu.

Fjöldi þátttakenda í þessari ferð verður á bilinu átta til fjórtán konur.  Að auki erum við þrjár, Lilja, Edda og Anna Margrét (sjá upplýsingar um okkur hér fyrir neðan) sem höldum utan um hópinn og sjáum til þess að þátttakendur fái sem mest út úr þessum dögum.

Það má taka eins mikinn þátt í dagskránni og hver vill, mikilvægt er að hlusta á eigin þarfir. Við erum komnar til að endurnæra okkur og njóta þess að skrúfa niður í hávaða og kröfum, hvaðan sem þær koma. 

Hverjar erum við?

Ferðaskrifstofan Heillandi Heimur sér um bókanir og að taka við greiðslum fyrir ferðina.

Samvera og sál-líkamlegar æfingar – samtal – fræðsla.  Þessi sál-líkamlega vinna er skapandi og skemmtileg.  Við ætlum að skoða ýmsa sálræna færni eins og að kjarna sig, upplifa sjálfsöryggi, skynja raunveruleikann,  tengjast öðrum og eiga í samskiptum.

ÚtijógaPallurinn stendur hátt þar sem hægt er að horfa á sólarupprásina. Þar er ekki amalegt að byrja daginn, hugleiða og gera mjúkt jóga. Alltaf bónus að fá auka skammt af D-vítamíni og ferska loftið vekur og hressir.

Maturinn í Húsi Drekaflugunnar er fjölbreyttur og bragðgóður grænmetismatur af bestu gerð. Mikið af grænmetinu er ræktað á staðnum, allt grænmeti er lífrænt og maturinn að mestu leyti fæða úr nágrenninu.  Boðið er uppá þrjár máltíðir á dag. Hús Drekaflugunnar býður uppá ólífuolíu úr ólífum sem eru ræktaðar á staðnum.

Sundlaugin er stór og falleg með rúmgóðri sólbaðs og hvíldaraðstöðu og staðsett þar sem útsýni er til allra átta.

Jógasalurinn í Húsi Drekaflugunnar er einstaklega fallegur, bjartur og vel búin af jógadýnum og öðru sem þarf að hafa við hönd til jógaiðkunar, tónheilunar og fleira.

Á heimasíðu Húss Drekaflugunnar, er hægt  fá ýmsar upplýsingar, sjá myndir af herbergjum, umhverfinu,  allri aðstöðunni og yfirlitskort af svæðinu.

Hlekkur á Dragonfly House

Við förum í skoðunarferðir um nokkra áhugaverða staði í Andalúsíu;  El Torcal de Antequera, Ronda, Antequera og Málaga.

Andalúsía er einstakt svæði, ríkt af náttúrufegurð og fornri og flókinni menningarsögu. Húsagerðarlist og menning öll bera sýnileg áhrif frá mismunandi tímabilum þegar réðu ríkjum ýmist Rómverjar, Márar, Fönikíumenn, Vandalar, Gotar, Karþagómenn, Keltar og fleiri. Í Orce í Andalúsíu fundust einar elstu mannvistarleifar Evrópu sem eru 1.4 milljón ára gamlar.

DAGSKRÁIN ÞESSA DAGA:

Dagskrá

Ferðaskrifstofan Heillandi Heimur sér um bókanir og greiðslur.

Athugið að það eru aðeins fá pláss í boði í þessa ferð, hámark 14 þátttakendur, um að gera að tryggja sér sæti sem fyrst.

Verð:   

  • kr. 305.000.-  í 2ja manna herb. 
  • kr. 357.000.-  í einbýli.

Innifalið:

  • Allar bíl- og rútuferðir innan Spánar
  • Öll auglýst dagskrá.
  • Allur matur í Dragonfly house.
  • Öll gisting.

Ekki innifalið:

  • Flug til og frá Íslandi,
  • Matur í Málaga
  • Akstur á flugvöllinn í Málaga í lok ferðar.

Staðfesta þarf þátttöku með því að greiða kr. 60.000.- eigi síðar en 15. desember. Staðfestingargjald fæst ekki endurgreitt nema ef ferðin fellur niður, þ.e. ef lágmarksþátttaka (8 konur) næst ekki.

Eftirstöðvarnar þarf að greiða fyrir 1. febrúar 2026.

Hafðu samband ef þú vilt vita meira.