Afmörkun
Að geta fundið fyrir mörkum sínum og metið þörfina fyrir rými og fjarlægð við mismunandi aðstæður er mjög mikilvægt, bæði til að upplifa sig í eigin kjarna í aðstæðunum og til að koma fram á skýran hátt í samskiptunum.
Mörk eru mikilvægur þáttur í því að geta verið sannur og áreiðanlegur. Þessi mörk eru „ratsjá“ okkar gagnvart umheimsins. Þau upplýsa okkur um „hluti“ eða fólk sem við gætum rekist á. Án þessa, finnst okkur við óvarin.
Mörk snúast um hvernig við getum verið í samböndum og samskiptum við aðra, bæði við okkar nánustu, við samstarfsfólk og í fjölmenni. Hvað gerist inní í þér þegar einhver kemur nálægt þér? Hvaða viðbrögð hefur þú þegar einhver vill eitthvað annað en þú? Mörk eru líka menningarlega skilyrt, það er munur á því hvar mörkin liggja, hvað er ásættanlegt í eftir menningarheimum, en við höfum öll mörk. Húðin er okkar líkamlegu mörk. Að auki þurfum við öll persónulegt rými sem getur verið stærra eða minna eftir aðstæðum. Hugsaðu um hvernig það er að standa í troðfullri rútu eða sitja þrjú í sófa, það gæti verið of nálægt. Þetta rými er stundum kallað orkurými okkar, við getum viljandi minnkað ef það ef ekki nóg pláss í kring um okkur, en við þurfum að geta haldið því heilu.
Mörk geta líka verið félagsleg og tengd umhverfi og eignarhaldi. Ímyndaðu þér aðstæður þar sem þú ætlar að heimsækja vin þinn. Þið voruð búin að ákveða að hittast og kannski gera eitthvað saman, síðan koma allt í einu fleiri gestir sem vilja líka vera með og fá stóran hluta af athygli vinar þíns. Þú þarft að deila vini þínum með öðrum þegar þú hélst að þú ættir þá um stund ein. Hvað upplifir þú? Hér erum við að tala um félagsleg mörk. Þessi félagslegu mörk koma skýrt fram þegar við fáum „fast sæti“ í starfsmannaherberginu og enn skýrara ef það er vinnuborðið, skúffan eða skápurinn okkar.
Hvort sem það eru okkar persónulegu mörk, félagslegu mörk eða eignarhalds mörk sem farið er yfir, fáum við líkamleg viðbrögð. Dæmigerð viðbrögð geta verið: að vilja koma sér í burtu, hverfa, líta undan, snúa sér við, snúa höfði til hliðar, verða eirðarlaus í líkamshlutum, frjósa eða fara að hlægja. Sumir eru aldir upp við að hlusta ekki á eigin mörk. Einfalt dæmi er barnið sem er svolítið óöruggt gagnvart ókunnugum og felur sig á bak við föður eða móður, en er ýtt fram til að heilsa í stað þess að fá tíma til að skoða sig aðeins um og verða örugg og treysta sér til að stíga fram. Þetta er lítið dæmi, en ef barnið lendir oft í þessu þá endar það með því að það gefst upp á að hlusta á sín mörk. Sem fullorðin með með lélega tenginum við eigin mörk gætum við orðið fyrir þrýstingi frá öðrum eða okkur sjálfum að framkvæma eitthvað sem við erum ekki er tilbúinn fyrir, eða eitthvað sem okkur finnst ekki rétt að gera.
Við getum líka á sama hátt tekið að okkur fleiri verkefni en við ráðum við. Ef við hlustum ekki á skilaboðin sem mörkin senda, gætum við haldið áfram á þennan hátt í einhvern tíma en á endanum sendir líkaminn okkur mjög sterk og hávær merki um að eitthvað sé að, hann reynir að vernda okkur. Við þurfum að gefa okkur tíma til að stoppa og athuga hvar við finnum að mörkin okkar liggja. Það þarf ekki að vera annað hvort / eða, stundum þarf bara smá lagfæringu til að við segjum já, eða við segjum já við sumu, ekki öllu. Án marka upplifum við okkur varnarlaus, brothætt og berskjölduð.
Án marka getum runnið saman við aðra og aðstæðurnar sem við erum í, þaðan er erfitt að aðgreina sig frá öðrum. Rannsóknir sýna að fólk nær bestu sambandi við hvort annað ef hver og einn er í sinni tilfinningu, sinni upplifun, og mætir hinum þaðan. Við megum ekki vera eins, líða eins, heldur vera ekta í samskiptunum við aðra.
Til þess að geta verið nálæg öðrum verðum við að finna að við erum aðskilin. Því nákvæmari sem við erum í því að taka eftir því þegar farið er yfir mörkin okkar, því betur getum við forðast að fara í vörn, og einfaldlega segja stopp/nei. Við getum farið út í heiminn öruggari og með meiri forvitni ef við vitum að við getum sagt nei þegar eitthvað er of mikið eða rangt fyrir okkur. Því betur sem við finnum fyrir takmörkum og mörkum okkar, því betur getum við aðgreint okkur frá öðrum og orðið skýrari í samskiptum.