Anna Margrét Guðjónsdóttir.

Anna Margrét hefur undanfarin tíu ár unnið með spænsku fyrirtæki og því oft átt erindi til Spánar. Síðustu misserin hefur hún verið með annan fótinn í Málaga borg og þvælst talsvert um Andalúsíu. Áhugann á Spáni og spænskri menningu má rekja allt aftur til unglingsáranna og í menntaskóla byrjaði hún að læra spænsku og reynir eftir bestu getu að bæta við sig í þeim efnum. Í hennar huga er Andalúsía eitt mest spennadi svæði Spánar, hún vill gjarnan deila með okkur áhuga sínum og þekkingu á svæðinu.

annamargretgudjonsdottir@gmail.com