UM BODYNAMIC - LÍKAMSMIÐAÐA SÁLMEÐFERÐ
Bodynamic sálmeðferð varð til í Danmörku á 7. áratug síðust aldar og byggir á rannsóknum á tengslum sálrænnna þátta við líkamann.
“Lífsreynsla okkar speglast í vöðvaspennu líkamans: Hvernig við upplifum að okkur sé mætt af öðrum hefur mikil áhrif á það hvernig við mætum fólki.“
Börn fæðast með ákveðna forskrift að þroska. Áætlun um hvaða þætti eigi að æfa og byggja upp á hverju þroskaskeiði. Þetta ferli á sér stað í rökréttri röð. Hversu vel börnum vegnar á einu skeiði byggist að miklu leiti þeim fyrri. Það eru þarfir, kraftur og löngun barnsins sem knýr líkamann áfram.
Þegar barnið kemur með þarfir sínar og kraft fær það misjafnar viðtökur. Ákjósanlegt er að barnið upplifi að því sé mætt á sannan og sanngjarnan hátt og upplifi sterk og stöðug tengs, finnist það bæði séð og heyrt. Þannig þroskar það með sér heilbrigð og sveignanleg viðbrögð.
Ef barn upplifir að það megi ekki vera eins og það er eða að því sé ekki mætt og ekki hlustað á það geta varnarviðbrögð þess verið uppgjöf eða mótstaða. Samkvæmt kenningum Bodynamic valda þessi viðbrögð sálrænni innprentun vöðvum líkamans. Þessi sálræna spenna uppgjafar eða mótstöðu er partur af varnarkerfi okkar og verndaði okkur gegn tengslarofi og tilfinningalegu álagi.
Hlutverk Bodynamic er að hjálpa fólki sjá hvernig værnarhættir okkar koma fram í lífi okkar, hvar líkaminn geymir þá og hversvegna þeir eru til komnir.
BODYMAP
Bodynamic hefur þróað aðferð til að mæla spennumunstur í vöðvum og setja fram í “Bodymap”. Bodymap er gagnlegt hjálpartæki í meðferð, þar sést í hve ríkum mæli innprentun uppgjafar eða mótstöðu situr í vöðvunum og gefur til kynna hvaða varnarhættir hafa mótast og hvenær.
ÞROSKASKEIÐ
Bodynamic kerfið flokkar þroskaskeið barnsins í sjö tímabil, frá fæðingu að unglinsárum. Á hverju skeiði leika ákveðnir vöðvar aðalhlutverkið og tengjast þeim þroskaverkefnum sem þá eru í aðalhlutverki.
ÞROSKATÍMABILIN OG SÁLRÆNAR INNPRENTANIR.
11 FÆRNISÞÆTTIR SJÁLFSINS (EGÓFÆRNI) SKV. BODYNAMIC
-
- Tengsla-færni snýst að geta tengst og bundist öðrum og um að vera opinn og móttækilegur fyrir því að upplifa tengslin, bæði með því að gefa og þyggja. Hún snýst einnig um að taka á móti stuðningi og styðja við sig sjálfa.
- Stöðu-færni snýst um afstöðuna til lífsins og láta til sín taka, framkvæma, um afstöðu gagnvart gildum og normum, um að standa á eigin fótum og um að átta sig (tapa eða halda höfði).
- Kjarna-færni snýst um að getuna til að vera í tensglum við sjálfa sig, fylla sig út innanfrá, upplifa sjálfsvirðingu, virða og meta sitt eigið sjálf og geta verið maður sjálfur í mismunandi hlutverkum.
- Afmörkunar-færni snýst um að geta afmarkað sig í tengslum við aðra, í gegnum persónulegt rými, svæðisrými og félagslegt rými, hún snýst um að geta búið til rými fyrir sjálfa sig.
- Jarðtengingar og raunveruleikaskyns-færni snýst um að geta staðið á sínu, fundið fyrir rótfestu og stuðningi; hún snýst um að vera í samband við raunveruleikann og jafnframt í samband við andlegan veruleika.
- Jafnvægis-færni snýst um jafnvægið milli eigin tilfinninga, þráa og þarfa og væntinga annarra, um jafnvægið milli þess að taka sig saman og sleppa tökunum, um jafnvægið milli þess að setja upp grímu og vera opin, um jafnvægið milli þess að vera maður sjálfur og meðlimur í hóp og um jafnvægið milli þess að stýra álagi og leysa það upp.
- Hugræn færni snýst um getuna til að átta sig, grípa eitthvað og skilja nógu vel til að standa fyrir það, um að beita vitrænum skilningi í mismunandi aðstæðum, skipuleggja og íhuga.
- Orkustýringar-færni snýst um að byggja upp, rúma og losa orku, stýra tilfinningum, rúma sjálfa sig, sýna sjálfstjórn og hafa tengingu við og tök á eigin næmi.
- Framkomu-færni gera sig gildandi í hlutverkum sínum, um drifkraft og upplifun á stefnu.
- Samskipta-færni snýst um nálægð og fjarlægð í samskitpum; um að teygja eftir eftir ehinhverjum, grípa og halda í og draga að sér og halda þétt að sér; taka á móti og gefa frá kjarnanum; ýta frá (segja nei) og halda í fjarlægð; losa tökin og sleppa.
- Kynvitundar-færni snýst um hvernig manneskja upplifir, ber og tjáir kyn sitt, kynhneigð og næmni.