
UM BODYNAMIC - LÍKAMSMIÐAÐA SÁLMEÐFERÐ
Bodynamic sálmeðferð varð til í Danmörku á 7. áratug síðust aldar og byggir á rannsóknum á tengslum sálrænnna þátta við vöðva líkamans.
“Lífsreynsla okkar speglast í vöðvaspennu líkamans: Hvernig við upplifum að okkur sé mætt af öðrum hefur mikil áhrif á það hvernig við mætum fólki.“

Börn fæðast með ákveðna forskrift að þroska. Áætlun um hvaða þætti eigi að æfa og byggja upp á hverju þroskaskeiði. Þetta ferli á sér stað í rökréttri röð. Hversu vel börnum vegnar á einu skeiði byggist að miklu leiti þeim fyrri. Það eru þarfir, kraftur og löngun barnsins sem knýr líkamann áfram.
Þegar barnið kemur með þarfir sínar og kraft fær það misjafnar viðtökur. Ákjósanlegt er að barnið upplifi að því sé mætt á sannan og sanngjarnan hátt og upplifi sterk og stöðug tengs, finnist það bæði séð og heyrt. Þannig þroskar það með sér heilbrigð og sveignanleg viðbrögð.
Ef barn upplifir að það megi ekki vera eins og það er eða að því sé ekki mætt og ekki hlustað á það geta varnarviðbrögð þess verið uppgjöf eða mótstaða. Samkvæmt kenningum Bodynamic valda þessi viðbrögð sálrænni innprentun vöðvum líkamans. Þessi sálræna spenna uppgjafar eða mótstöðu er partur af varnarkerfi okkar og verndaði okkur gegn tengslarofi og tilfinningalegu álagi.
Hlutverk Bodynamic er að hjálpa fólki sjá hvernig værnarhættir okkar koma fram í lífi okkar, hvar líkaminn geymir þá og hversvegna þeir eru til komnir.
ÞROSKATÍMABILIN OG SÁLRÆNAR INNPRENTANIR.
7 Þroskaskeið persónuleikans og mótun varnarhátta
Bodynamic hefur kortlagt samhengið milli vöðvaspennu og varnarhátta. Varnarviðbrögð fara í tvær áttir, í átt að eftirgjöf/uppgjöf og í átt að mótstöðu.
Í æsku byrjum við að móta varnarhætti okkar, þá mynda þeir í okkur djúpa kóða, sumir eru aðgengilegir og tiltölulega sveigjanlegir, aðrir liggja djúpt og það getur verið erfitt að breyta þeim.
Varnarhátturinn “uppgjöf/eftirgjöf” myndast þegar við bregðumst við álagi í samskiptum með því að gefa eftir hluta af sjálfum okkur til að viðhalda tengingunni. Uppgjöfin veldur undirspennu í vöðvum og bindivef, sem skapar tómleikatilfinningu “eins og eitthvað vanti…veit ekki hvað”. Þeir sem eru djúpa innprentun uppgjafar geta verið með “svartar holur” – vita ekki hvað þeir vita ekki, taka því að sé verkefni sem þeir kunna ekki eða geta ekki og taka að sér miklu meira en þeir ráða við.
Varnarhátturinn “mótstaða/yfirspenna” skapast þegar við bregðumst við álagi með því að fórna tengslunum til að halda í okkur sjálf og það sem við teljum vera okkar. Þessi varnarháttur býr til brynju og þeir sem eru með mikla mótstöðu eru stífir, yfirspenntir og með yfirspennta vöðva. Þessi varnaraháttur ýtir frá sér og á erfitt með að hleypa inn.
Það er ákjósanlegt að geta fært sig meðvitað milli uppgjafar og mótstöðu, án þess að læsast. Þannig skapast vitund um eigin styrkleika og veikleika sem aftur býr til heilbrigt sjálfsöryggi. Þeir sem hafa “nógu” sveigjanlegan aðgang að báðum varnarviðbrögðunum búa yfir “hvítri holu”, virku innsæi og gagnlegri innri þekkingu sem hægt er að reiða sig á, þeir hafa breytileg orku sem aðlagar sig eftir þörfum. Allir þurfa að byggja upp varnarhætti sem tilheyra þeim verkefnum sem hvert þroskaskeið kemur með, sveigjanlegir varnarhættir eru nauðsynlegir til að takast á við lífið.
Bodynamic kerfið flokkar þroskaskeið barnsins í sjö tímabil, frá fæðingu að unglinsárum. Á hverju skeiði leika ákveðnir vöðvar aðalhlutverkið og tengjast þeim þroskaverkefnum sem þá eru í aðalhlutverki.
1. Tilvilst: Frá fyrir fæðingu til 3ja mánaða.
Viðfangsefni – hafa tilverurétt, mega vera hér eins og maður er.
Undirspenna (Uppgjöf) – Mental. Öll orkan er í hugsuninni, á erfitt með tilfinningar.
Yfirspenna (Mótþrói) – Emotional. Öll orkan í tilfinningunum, á erfitt með hið rökræna og abstrakt hugsun.
Ákjósanleg staða – örugg, glöð yfir að vera til.
2. Þarfir: Frá 1 mánaða til 1,5 árs.
Viðfangsefni – hafa rétt á að fá þarfir sína uppfylltar og finna fyrir mettu ástandi.
Undirspenna – Óhamingjusamur, leitar stöðugt, mikill sultur, heimurinn hrynur ef tenging rofnar, gerir allt til að þú farir ekki.
Yfirspenna – Tortrygginn, “hvað meinar þú?”. Ég fæ aldrei það rétta, þú átt að vita hvað ég þarf, á ekki að þurfa að segja þér það, þá gefur þú bara af því ég bað um það eða af því þú vilt fá eitthvað frá mér.
Ákjósanleg staða – Örugg um að þarfir hennar muni verða uppfylltar.
3. Sjálfstæði: Frá 8 mánaða til 2,5 árs.
Viðfangsefni – hafa rétt á að upplifa tilfinningar, forvitni og sjálfstæði.
Undirspenna – Orðlaust dreifir athyglinni. Verður tóm, fer á Wc þegar á að tala um eitthvað erfitt, fer að gera eða annað, missir getuna til að svara, vill hverfa. Fær orku til að gera hluti þegar ein, þessi orka lekur út með öðrum.
Yfirspenna – Talsett athyglisdreifing: Leiðir talið á aðrar brautir, talar og talar, dregur athyglina frá því sem er óþægilegt, hreyfir sig mikið, alltaf að gera eitthvað, með bakdyrnar opnar, erfitt með skuldbindingar í sambandi.
Ákjósanleg staða – Tilfinningalegt sjálfstæði, frelsi til að vera forvitin og kanna heiminn.
4. Vilji: Frá 2 til 4 ára
Viðfangsefni – hafa rétt á að vilja eitthvað og ætla eitthvað
Undirspenna – Fórnarlamb, ég skal gera þetta, þetta er allt ”mér að kenna”.
Yfirspenna – Dómarinn, dæmir aðra út og suður, kaldhæðinn, ”þér að kenna”.
Ákjósanleg staða – Sjálfstraust, ákveðni, kraftur og úthald.
5. Kynvitund og kærlelikur: 3 til 6 ára
Viðfangsefni – hafa rétt á að upplifa, ást og eigin kynvitund.
Undirspenna – Rómantísk. Dagdraumar, bíður eftir prinsinum/prinsessunni á hvíta hestinum, meiri áhuga á rómantík og fantasíu en jarðtengdum raunveruleikanum.
Yfirspenna – tælandi (seductive), gengur beint að verki, tælir til að fá strax, ekki rómantískur.
Ákjósanleg staða – jafnvægi milli hjarta og kynorku.
6. Skoðanir: 5 til 9 ára
Viðfangsefni – hafa rétt á að móta eigin skoðanir
Undirspenna – forðast að hafa skoðanir, “passiv agressiv”, gefast upp í rökræðum, setja upp svip.
Yfirspenna – sterkar skoðanir, hafa alltaf rétt fyrir sér, þrjóskir og gefa ekki eftir, snobbaðir.
Ákjósanleg staða – Vita hvað þeir hugsa og eru opnir fyrir því sem aðrir hugsa.
7. Samstaða og keppnisskap 7 til 12 ára
Viðfangsefni – hafa rétt á að tilheyra hóp án þess að þurfa að keppa eða setja eitthvað á svið.
Undirspenna – Málamiðlarar. Gefa frá sér metnað og að sýna hvað í þeim býr, forðast að skara fram úr, til að hafa alla í hópnum jafna og halda friðinn.
Yfirspenna – Keppa, vill vera í forystu/best. Getur átt erfitt með að falla inn í hópinn vegna þessa.
Ákjósanleg staða – jafnvægi milli sjálfs og hóps. Örugg í að leiða, skara framúr eða vera meðlimur hópsins.
.
UM AFMÖRKUN OG AÐ SETJA MÖRK
Að geta fundið fyrir mörkum sínum og metið þörfina fyrir rými og fjarlægð við mismunandi aðstæður er mjög mikilvægt, bæði til að upplifa sig í eigin kjarna í aðstæðunum og til að koma fram á skýran hátt í samskiptunum.
Mörk eru mikilvægur þáttur í því að geta verið sannur og áreiðanlegur. Þessi mörk eru „ratsjá“ okkar gagnvart umheimsins. Þau upplýsa okkur um „hluti“ eða fólk sem við gætum rekist á. Án þessa, finnst okkur við óvarin.
Mörk snúast um hvernig við getum verið í samböndum og samskiptum við aðra, bæði við okkar nánustu, við samstarfsfólk og í fjölmenni. Hvað gerist inní í þér þegar einhver kemur nálægt þér? Hvaða viðbrögð hefur þú þegar einhver vill eitthvað annað en þú? Mörk eru líka menningarlega skilyrt, það er munur á því hvar mörkin liggja, hvað er ásættanlegt í eftir menningarheimum, en við höfum öll mörk. Húðin er okkar líkamlegu mörk. Að auki þurfum við öll persónulegt rými sem getur verið stærra eða minna eftir aðstæðum. Hugsaðu um hvernig það er að standa í troðfullri rútu eða sitja þrjú í sófa, það gæti verið of nálægt. Þetta rými er stundum kallað orkurými okkar, við getum viljandi minnkað ef það ef ekki nóg pláss í kring um okkur, en við þurfum að geta haldið því heilu.
Mörk geta líka verið félagsleg og tengd umhverfi og eignarhaldi. Ímyndaðu þér aðstæður þar sem þú ætlar að heimsækja vin þinn. Þið voruð búin að ákveða að hittast og kannski gera eitthvað saman, síðan koma allt í einu fleiri gestir sem vilja líka vera með og fá stóran hluta af athygli vinar þíns. Þú þarft að deila vini þínum með öðrum þegar þú hélst að þú ættir þá um stund ein. Hvað upplifir þú? Hér erum við að tala um félagsleg mörk. Þessi félagslegu mörk koma skýrt fram þegar við fáum „fast sæti“ í starfsmannaherberginu og enn skýrara ef það er vinnuborðið, skúffan eða skápurinn okkar.
Hvort sem það eru okkar persónulegu mörk, félagslegu mörk eða eignarhalds mörk sem farið er yfir, fáum við líkamleg viðbrögð. Dæmigerð viðbrögð geta verið: að vilja koma sér í burtu, hverfa, líta undan, snúa sér við, snúa höfði til hliðar, verða eirðarlaus í líkamshlutum, frjósa eða fara að hlægja. Sumir eru aldir upp við að hlusta ekki á eigin mörk. Einfalt dæmi er barnið sem er svolítið óöruggt gagnvart ókunnugum og felur sig á bak við föður eða móður, en er ýtt fram til að heilsa í stað þess að fá tíma til að skoða sig aðeins um og verða örugg og treysta sér til að stíga fram. Þetta er lítið dæmi, en ef barnið lendir oft í þessu þá endar það með því að það gefst upp á að hlusta á sín mörk. Sem fullorðin með með lélega tenginum við eigin mörk gætum við orðið fyrir þrýstingi frá öðrum eða okkur sjálfum að framkvæma eitthvað sem við erum ekki er tilbúinn fyrir, eða eitthvað sem okkur finnst ekki rétt að gera.
Við getum líka á sama hátt tekið að okkur fleiri verkefni en við ráðum við. Ef við hlustum ekki á skilaboðin sem mörkin senda, gætum við haldið áfram á þennan hátt í einhvern tíma en á endanum sendir líkaminn okkur mjög sterk og hávær merki um að eitthvað sé að, hann reynir að vernda okkur. Við þurfum að gefa okkur tíma til að stoppa og athuga hvar við finnum að mörkin okkar liggja. Það þarf ekki að vera annað hvort / eða, stundum þarf bara smá lagfæringu til að við segjum já, eða við segjum já við sumu, ekki öllu. Án marka upplifum við okkur varnarlaus, brothætt og berskjölduð.
Án marka getum runnið saman við aðra og aðstæðurnar sem við erum í, þaðan er erfitt að aðgreina sig frá öðrum. Rannsóknir sýna að fólk nær bestu sambandi við hvort annað ef hver og einn er í sinni tilfinningu, sinni upplifun, og mætir hinum þaðan. Við megum ekki vera eins, líða eins, heldur vera ekta í samskiptunum við aðra.
Til þess að geta verið nálæg öðrum verðum við að finna að við erum aðskilin. Því nákvæmari sem við erum í því að taka eftir því þegar farið er yfir mörkin okkar, því betur getum við forðast að fara í vörn, og einfaldlega segja stopp/nei. Við getum farið út í heiminn öruggari og með meiri forvitni ef við vitum að við getum sagt nei þegar eitthvað er of mikið eða rangt fyrir okkur. Því betur sem við finnum fyrir takmörkum og mörkum okkar, því betur getum við aðgreint okkur frá öðrum og orðið skýrari í samskiptum.
BODYNAMIC SKILGREINIR 11 FÆRNISÞÆTTI SJÁLFSINS (EGÓSINS).
Þegar sálræn færni er sett í samhengi við líkamann er hún ekki lengur bara
hugmynd heldur líka áþreyfanleg, eitthvað sem hægt er að upplifa og þjálfa.
Aðstæður í lífi okkar geta gert það að verkum að sum færni dregst saman á
meðan önnur sterkari er áberandi og tekur á sig megnið af álaginu.
Það er aldrei of seint að þjálfa upp og styrkja sálræna færni. Í Bodynamic
meðferð skoðum við hvaða sálræna færni er sterkust og hverja má draga fram
og efla.
1. Tengslafærni snýst um getuna til að tengjast öðrum, um hversu opinn og
móttækilegur maður er fyrir því að upplifa tengsl með mismikilli nánd, með því að
gefa og þyggja.
Hún snýst líka um að taka á móti stuðningi og veita stuðning og getuna til að styðja
við sig sjálfa og um hæfni okkar til að upplifa okkur tengd við umheiminn, andlega,
orkulega, tilfinningalega og huglægt, snýst um hvernig við skynjum og stýrum þessari
upplifun.
Að taka á móti stuðningi er ekki það sama og að vera borinn uppi. Skilyrði þess að geta
tekið á móti stuðningi er að maður standi á eigin fótum og taki þannig á móti stuðningi sem
síðan styður mann í að standa áfram á eigin fótum. Við lærum að styðja okkur sjálf með því
að upplifa tilheyrandi stuðning utanfrá. Hendur sem lagðar eru á axlir manns gefa manni
stuðning svo hægt sé að lenda, finna fætur á jörðinni eftir að hafa verið hátt uppi og flogið
eða misst fótanna.
Vöðvar í þessari færni gefa okkur stuðning í kring um hjartað svo við missum það ekki,
týnum því ekki eða gefum það frá okkur. Þeir gera okkur líka kleift að opna svo að
hjartaorka frá okkur streymi út og hjartaorka frá öðrum streymi inn.
Það er eitthvað í okkur sem vill LIFA
2. Stöðufærni snýst um hvernig maður ber sig í lífinu og um að standa á eigin fótum;
hún snýst um afstöðu til gilda, viðmiða. Hún snýst um það hvort ég haldi haus eður
ei.
3. Kjarnafærni snýst um getuna til að vera í tensglum við sjálfa sig og um það hvort
og hve mikið þú virðir og metur sjálfa þig. Hún snýr að mannlegri hæfni til að vera í
sambandi við sjálfa sig, hve mikla sjálfsvirðingu maður hefur og um mat á eigin
sérstöðu, “ég er einstök, engin er eins og ég”. Með því að þjálfa skynjunina á
kjarnanum getum við æft okkur í hvað okkur líkar við og hvað okkur mislíkar; hverju
við höfum áhuga á og hverju við viljum fá meira af.
4. Afmörkunarfærni snýst um færnina til að afmarka sig á lifandi hátt í tengslum við aðra og
umheiminn.
Að geta fundið fyrir mörkum sínum og metið þörfina fyrir rými og fjarlægð við
mismunandi aðstæður er mjög mikilvægt, bæði til að upplifa sig í eigin kjarna í
mismunandi aðstæðunum og til að koma fram á skýran hátt í samskiptunum. Mörk
eru mikilvægur þáttur í því að geta verið sannur og áreiðanlegur. Þessi mörk eru
„ratsjá“ okkar gagnvart umheiminum. Þau upplýsa okkur um „hluti“ eða fólk sem við
gætum rekist á. Án þessa, finnst okkur við óvarin. Mörk snúast um hvernig við getum
verið í samböndum og samskiptum við aðra. Bæði við okkar nánustu, við
samstarfsfólk og í fjölmenni. Hvað gerist inní í þér þegar einhver kemur nálægt þér?
Hvaða viðbrögð hefur þú þegar einhver vill eitthvað annað en þú?
5. Raunveruleika- og jarðtengingarafærni snýst um getu manneskunnar til að viðhalda
tengingu við undirlagið/jörðina, um getuna til að kanna raunveruleikann og um það
að vera jarðtengd og á sama tíma opin fyrir andlegri upplifun. Hún snýst um að
upplifa veruleikann “eins og hann er” þar sem við erum stödd, hér og nú og samtímis
vera opin fyrir því óáþreyfanlega.
Ef við erum mjög hröð minnkar jarðtengingin og við fljúgum en eigum erfiðara með
að lenda. Ef við erum of jarðtengd þyngist andinn, situr fastur, kemst ekki úr
sporunum og við sjáum ekki leiðina út. Við þurfum báða þessa krafta, þá sem tengja
okkur við jörðina og þá sem gera okkur kleift að létta af okkur byrgðinni, takast á loft
og fljúga þangað sem hugarflugið og ímyndunaraflið fær notið sín.
Þessi færni felur í sér að vita að veruleikinn er ekki annaðhvort eða, heldur bæði og.
“Jarðtenging er ákaflega mikilvæg fyrir líkama og sál. Jörðin hefur gríðarlega sterkt
segulsvið sem eykur heilbrigði í líkamanum og gerir manni kleift að athafna sig betur
í daglegu lífi og koma hlutum í framkvæmd. Það að vera ójarðtengdur getur orsakað
m.a. að þú missir einbeitinguna auðveldlega, átt erfitt með að róa hugann, ofhugsar
eða ferð í þráhyggju, upplifir kvíða og áhyggjur, ferð í tilfinningauppnám og
ofurneikvæðni, átt erfitt með að þola utanaðkomandi áreyti, ert áhrifagjörn og tekur
inn á þig tilfinningar annarra. Jarðtenging getur gefið þér þér stöðugleika og
tilfinningu fyrir að vera skýr, kjörnuð, sterk og einbeitt o.s.frv.” Jóhanna Jónasar
6. Félagsleg jafnvægisfærni snýst um jafnvægi milli þess að vera tengd sjálfri sér og
öðrum, jafnvægi milli þess að tjá tilfinningar sínar og að geyma þær innra með sér.
7. Hugræn færni snýst umað átta sig, grípa og skilja sjálfa sig og umheiminn.
8. Orkustýringarfærni snýst um að byggja upp, rúma og tjá kraftmikið orkuástand og
tilfinningar.
Þessi færnisþáttur fjallar um að stýra orkunni, beina henni einhvert og skrúfa upp eða
niður í henni, eftir þörf og aðstæðum. Hann snýst um að rúma (contain) og halda utan
um tilfinningar, án þess að tapa tengingunni við aðra, hann á heima í búknum og er
tengdur öndun og vöðvum sem tengjast öndun.
Ef þú andar kröftuglega nokkrum sinnum rís orkan í þér og að sama skapi dregur
niður í henni ef þú andar grunnt og hægt. Ef þú upplifir öndunarvöðvana fjarlæga,
daufa, í uppgjöf, skapar það yfirleitt minni löngun til að upplifa sterkar tilfinningar og
kraftmikið ástand. Orkan eða tilfinningarnar “leka út”. Við getum notað öndunina til
að róa okkur og gera okkur kleift að hugsa skýrar í erfiðum aðstæðum, andað inn með
nefinu, út um munninn og hægar út en inn. Ef öndunarvöðvar eru stífir og stirðir er
haldið aftur af tilfinningum og tjáning þeirra staðnar.
Orkustýringarfærni felur í sér að rúma tilfinningar og að tjá þær. Við getum verið reið
án þess að segja neitt eða bregðast við, en reiðiöldurnar bylgjast samt innra með
okkur eða við getum tjáð reiði okkar á einhvern hátt og þannig stýrt tilfinningunni.
Vöðvarnir sem tilheyra þessari færni hjálpa okkur að stýra hve mikið við tjáum og
hve mikið við geymum.
9. Framkomufærni snýst um að stíga inn á “sviðið”, tjá sig, með augum og andliti og
hvort líkamstjáningin er upprétt og taki á móti öðrum eða álút og hikandi í að nálgast aðra.
10. Samskiptafærni snýst um hæfnina til að taka inn og hafa samskipti við
umhverfið. Grípa í, halda fast, sleppa, krefjast, taka sér pláss, taka við, gefa frá sér og
taka að sér verkefni.
Þessi færni tengist vöðvum í upphandleggjum, höndum, nokkrum axlarvöðvum,
vöðvum sem halda um brjóstkassa, vöðvum í kringum munn og augu, bindivef í
kringum naflann og setvöðvum. Þetta eru vöðvar sem virkjast þegar við höldum fast,
togum til okkar, ýtum frá okkur, höldum einhverju frá okkur í ákveðinni fjarlægð,
sleppum tökunum og berum eitthvað.
11. Kynvitundunarfærni snýst um að upplifa, bera og tjá kyn sitt, kynvitund, kynhneigð og
næmar tilfinninga
7 Þroskaskeið persónuleikans og mótun varnarhátta
Bodynamic hefur kortlagt samhengið milli vöðvaspennu og varnarhátta. Varnarviðbrögð fara í tvær áttir, í átt að eftirgjöf/uppgjöf og í átt að mótstöðu.
Í æsku byrjum við að móta varnarhætti okkar, þá mynda þeir í okkur djúpa kóða, sumir eru aðgengilegir og tiltölulega sveigjanlegir, aðrir liggja djúpt og það getur verið erfitt að breyta þeim.
Varnarhátturinn “uppgjöf/eftirgjöf” myndast þegar við bregðumst við álagi í samskiptum með því að gefa eftir hluta af sjálfum okkur til að viðhalda tengingunni. Uppgjöfin veldur undirspennu í vöðvum og bindivef, sem skapar tómleikatilfinningu “eins og eitthvað vanti…veit ekki hvað”. Þeir sem eru djúpa innprentun uppgjafar geta verið með “svartar holur” – vita ekki hvað þeir vita ekki, taka því að sé verkefni sem þeir kunna ekki eða geta ekki og taka að sér miklu meira en þeir ráða við.
Varnarhátturinn “mótstaða/yfirspenna” skapast þegar við bregðumst við álagi með því að fórna tengslunum til að halda í okkur sjálf og það sem við teljum vera okkar. Þessi varnarháttur býr til brynju og þeir sem eru með mikla mótstöðu eru stífir, yfirspenntir og með yfirspennta vöðva. Þessi varnaraháttur ýtir frá sér og á erfitt með að hleypa inn.
Það er ákjósanlegt að geta fært sig meðvitað milli uppgjafar og mótstöðu, án þess að læsast. Þannig skapast vitund um eigin styrkleika og veikleika sem aftur býr til heilbrigt sjálfsöryggi. Þeir sem hafa “nógu” sveigjanlegan aðgang að báðum varnarviðbrögðunum búa yfir “hvítri holu”, virku innsæi og gagnlegri innri þekkingu sem hægt er að reiða sig á, þeir hafa breytileg orku sem aðlagar sig eftir þörfum. Allir þurfa að byggja upp varnarhætti sem tilheyra þeim verkefnum sem hvert þroskaskeið kemur með, sveigjanlegir varnarhættir eru nauðsynlegir til að takast á við lífið
Bodynamic kerfið flokkar þroskaskeið barnsins í sjö tímabil, frá fæðingu að unglinsárum. Á hverju skeiði leika ákveðnir vöðvar aðalhlutverkið og tengjast þeim þroskaverkefnum sem þá eru í aðalhlutverki.
- Tilvilst: Frá fyrir fæðingu til 3ja mánaða.
Viðfangsefni – hafa tilverurétt, mega vera hér eins og maður er.
Undirspenna (Uppgjöf) – Mental. Öll orkan er í hugsuninni, á erfitt með tilfinningar.
Yfirspenna (Mótþrói) – Emotional. Öll orkan í tilfinningunum, á erfitt með hið rökræna og abstrakt hugsun.
Ákjósanleg staða – örugg, glöð yfir að vera til.
- Þarfir: Frá 1 mánaða til 1,5 árs.
Viðfangsefni – hafa rétt á að fá þarfir sína uppfylltar og finna fyrir mettu ástandi.
Undirspenna – Óhamingjusamur, leitar stöðugt, mikill sultur, heimurinn hrynur ef tenging rofnar, gerir allt til að þú farir ekki.
Yfirspenna – Tortrygginn, “hvað meinar þú?”. Ég fæ aldrei það rétta, þú átt að vita hvað ég þarf, á ekki að þurfa að segja þér það, þá gefur þú bara af því ég bað um það eða af því þú vilt fá eitthvað frá mér.
Ákjósanleg staða – Örugg um að þarfir hennar muni verða uppfylltar.
- Sjálfstæði: Frá 8 mánaða til 2,5 árs.
Viðfangsefni – hafa rétt á að upplifa tilfinningar, forvitni og sjálfstæði.
Undirspenna – Orðlaust dreifir athyglinni. Verður tóm, fer á Wc þegar á að tala um eitthvað erfitt, fer að gera eða annað, missir getuna til að svara, vill hverfa. Fær orku til að gera hluti þegar ein, þessi orka lekur út með öðrum.
Yfirspenna – Talsett athyglisdreifing: Leiðir talið á aðrar brautir, talar og talar, dregur athyglina frá því sem er óþægilegt, hreyfir sig mikið, alltaf að gera eitthvað, með bakdyrnar opnar, erfitt með skuldbindingar í sambandi.
Ákjósanleg staða – Tilfinningalegt sjálfstæði, frelsi til að vera forvitin og kanna heiminn.
- Vilji: Frá 2 til 4 ára
Viðfangsefni – hafa rétt á að vilja eitthvað og ætla eitthvað
Undirspenna – Fórnarlamb, ég skal gera þetta, þetta er allt ”mér að kenna”.
Yfirspenna – Dómarinn, dæmir aðra út og suður, kaldhæðinn, ”þér að kenna”.
Ákjósanleg staða – Sjálfstraust, ákveðni, kraftur og úthald.
- Kynvitund og kærlelikur: 3 til 6 ára
Viðfangsefni – hafa rétt á að upplifa, ást og eigin kynvitund.
Undirspenna – Rómantísk. Dagdraumar, bíður eftir prinsinum/prinsessunni á hvíta hestinum, meiri áhuga á rómantík og fantasíu en jarðtengdum raunveruleikanum.
Yfirspenna – tælandi (seductive), gengur beint að verki, tælir til að fá strax, ekki rómantískur.
Ákjósanleg staða – jafnvægi milli hjarta og kynorku.
- Skoðanir: 5 til 9 ára
Viðfangsefni – hafa rétt á að móta eigin skoðanir
Undirspenna – forðast að hafa skoðanir, “passiv agressiv”, gefast upp í rökræðum, setja upp svip.
Yfirspenna – sterkar skoðanir, hafa alltaf rétt fyrir sér, þrjóskir og gefa ekki eftir, snobbaðir.
Ákjósanleg staða – Vita hvað þeir hugsa og eru opnir fyrir því sem aðrir hugsa.
- Samstaða og keppnisskap 7 til 12 ára
Viðfangsefni – hafa rétt á að tilheyra hóp án þess að þurfa að keppa eða setja eitthvað á svið.
Undirspenna – Málamiðlarar. Gefa frá sér metnað og að sýna hvað í þeim býr, forðast að skara fram úr, til að hafa alla í hópnum jafna og halda friðinn.
Yfirspenna – Keppa, vill vera í forystu/best. Getur átt erfitt með að falla inn í hópinn vegna þessa.
Ákjósanleg staða – jafnvægi milli sjálfs og hóps. Örugg í að leiða, skara framúr eða vera meðlimur hópsins.
BODYMAP
Bodynamic hefur þróað aðferð til að mæla spennumunstur í vöðvum og setja fram í “Bodymap”. Bodymap er gagnlegt hjálpartæki í meðferð, þar sést í hve ríkum mæli innprentun uppgjafar eða mótstöðu situr í vöðvunum og gefur til kynna hvaða varnarhættir hafa mótast og hvenær.
