Viska Líkamans – námskeið – á fimmtudögum frá 27. janúar – 31. mars 2022

Viska Líkamans -námskeið- á fimmtudögum,frá 27/1-31/3 2022

Á námskeiðinu gerum við sál-líkamlegar æfingar og vinnum með egó-færnisþættina sem eru samkvæmt Bodynamic hluti af okkar sálræna byggingarefni og meðfæddir.

Við áföll, erfið uppeldisskilyrði og langvinnt álag geta þessir þættir skekkst og geta okkar til að nota þá minnkað .

Æfingarnar sem við gerum tengjast aðallega fimm ego-færnisþáttum,

því að;

~styrkja kjarnann

~jarðtengjast, opna á andlega reynslu,

auka veruleikaskyn

~þekkja sín mörk, ytri og innri og setja mörk

~rúma sterkar tilfinningar og álag

~tengjast öðrum náið og hafa samskipti.

Áhuga á þátttöku tilkynnist með Messenger, tölvupósti: lilja@liljas.is eða í síma: 8396609

Praktískt

Verð 30.000.- pr. mann.

Hámarksþáttaka 10, lágmark 6.

Leiðbeinandi: Lilja Steingrímsdóttir,

Bodynamic Sálmeðferðarfræðingur og hjúkrunarfræðingur.

Staðsetning: Shalom meðferðarstöðin, Þverholt 14, 3. hæð.

Innifalið: Útprentað efni, hressing í hléi (te, sódavatn, kex, hnetur og ávextir)

Komið í þægilegum fötum og með nesti til að borða í hléinu.