Bodynamic helgarnámskeið um skömm / feimni og tengsl 2.-3. október 2021

Nýtt og spennandi !!
Í fyrsta skipti á Íslandi !!
Helgarnámskeið með hinum reynslumikla yfirkennara Bodynamic, Lene Wisbom, um skömm, feimni og kjarkinn sem þarf til að standa á vandræðalegum augnablikum. Farið er í fræðilega hlutann á nálgun Bodynamic, gerðar sállíkamlegar æfingar, unnið í hópum með verkefni tengdu efninu og þátttakendur sem það vilja, deila eigin reynslu af umfjöllunarefninu.
Bodynamic er heilstætt líkamsmiðað sálmeðferðarakerfi, upprunið í Danmörku, kennt og stundað í 14-15 löndum í fjórum heimsálfum.
Lilja Steingrímsdóttir Bodynamic sálmeðferðarfræðingur aðstoðar Lenu á námskeiðinu.
Tungumál:
Enska
Hámarksfjöldi þátttakenda:
25
Markhópur:
Fólk sem hefur áhuga á sjálfsvinnu, auknum þroska og sjálfsskilningi og er til í að vinna eftir sállíkamlegum leiðum
og fagfólk sem vinnur með sálræn vandamál skjólstæðinga og hefur áhuga á líkamlegri nálgun.
Tími: 2.-3. október frá kl. 10 til 16 báða dagana.
Hádegishlé er kl. 12.30-13.30.
Hádegisverður er innifalinn.
Boðið er uppá vatn, te og kaffi í styttri hléum.
Verð:
30.000.- kr, Greiða þarf staðfestingargjald kr. 15.000.- við skráningu og rest ekki seinna en 1/10. Þeir sem skrá sig fyrir 10/9 fá 3000 afslátt.
Ef hætt er við þátttöku fyrir 25/9 er skráningargjald að fullu endurgreitt, ef þátttaka er afboðuð eftir 25/9 er skráningargjald endurgreitt að hálfu leiti.
Skráning:
Upplýsingar um skráning skal send a með tölvupósti til lilja@liljas.is eða með sms í síma 8396609, taka skal fram nafn og símanúmer þátttakanda. Til þess að skráning geti farið fram skal greiða staðfestingargjald inn á reikning 0515-14-005326 kt. 081060-7119.
Staðsetning:
Þverholt 14 í Reykjavík, 3. hæð t.h.
Frekari upplýsingar um námskeiðið fást hjá Lilju, sími: 8396609, tölvupóstur: lilja@liljas.is.