Edda

Edda Jónsdóttir.

Edda Jónsdóttir á að baki nám í Jóga Nidra, Kundalini Jóga og Hatha Jóga. Hún leggur áherslu á jarðtengingu, hlustun og forvitni í allri iðkun. Edda hefur sótt ýmis námskeið sem lýsa áhugasviði hennar s.s. jógaþerapíu, flotþerapíu og Acquatic Massage Therapy. Edda hefur kennt jóga í Jógasetrinu og fleiri stöðum til fjölda ára. Helstu áhugamál eru fjölbreytt hreyfing og útivera ásamt ótalmörgu sem snýr að andlegri og líkamlegri heilsu. Edda bjó um tíma á Spáni og er með BA próf í spænsku auk þess að vera menntaður kennari. 


Anna Margrét

Anna Margrét Guðjónsdóttir.

Anna Margrét hefur undanfarin tíu ár unnið með spænsku fyrirtæki og því oft átt erindi til Spánar. Síðustu misserin hefur hún verið með annan fótinn í Málaga borg og þvælst talsvert um Andalúsíu. Áhugann á Spáni og spænskri menningu má rekja allt aftur til unglingsáranna og í menntaskóla byrjaði hún að læra spænsku og reynir eftir bestu getu að bæta við sig í þeim efnum. Í hennar huga er Andalúsía eitt mest spennadi svæði Spánar, hún vill gjarnan deila með okkur áhuga sínum og þekkingu á svæðinu.

annamargretgudjonsdottir@gmail.com


Lilja

Lilja Steingrímsdóttir.

Lilja hefur farsællega leitt og skipulagt lengri göngur og hlédrög á Íslandi í yfir tuttugu ár. Hún er vottaður sálmeðferðarfræðingur, hjúkrunarfræðingur, hómópati og leiðsögumaður. Öll hennar menntun og reynsla nýtast vel til að skapa góðar og gagnlegar upplifanir á hlédragi sem þessu. Lilja mun bjóða uppá hópeflandi sál-líkamlegar æfingar og pælingar og spila á hljóðfæri þegar svo ber við.

listeing@gmail.com


Dagskrá kvennaferðar til Andalúsíu

6. – 11. maí. – Hlédrag í Húsi drekaflugunnar.

6. maí. Flogið til Málaga, keyrt í rútu til Húss Drekaflugunnar í um klukkutíma. Eftir kvöldmat hittist hópurinn í jógasalnum, farið verður yfir dagskrána framundan, hópurinn hristir sig saman, tengist og slakar svo á í lok dags með jóga nidra.

7. maí. Morgunjóga og leidd hugleiðsla á útipallinum ~ Hópeflandi samvera og sál-líkamlegar æfingar  ~ Um eftirmiðdaginn göngum við um ólífuakurinn og fræðumst um ólífuræktun og olíur ~ Eftir kvöldmat er kakó seremónía.

8. maí. Morgunjóga og leidd hugleiðsla á útipallinum ~ Hópeflandi samvera og sál-líkamlegar æfingar ~ jóga nidra fyrir svefninn.

9. maí. Morgunjóga og leidd hugleiðsla á útipallinum ~ Gönguferð í El Torcal de Antequera fjallgarðinum (það er ganga sem er á flestra færi). Á heimleiðinni komum við við í borginni Antequera og skoðum áhugaverða staði ~ Tónheilun í jógasalnum eftir kvöldmat.

10. maí. Morgunjóga og leidd hugleiðsla á útipallinum ~ Göngutúr í sveitinni kringum Hús Drekaflugunnar ~ Mjúkt jóga um eftirmiðdaginn ~ Á þessu lokakvöldi komum við saman í jógasalnum og skemmtum okkur með söng og dansi.

11. – 13. maí  Ronda og Málaga

11. maí. Morgunjóga og leidd hugleiðsla á útipallinum ~ Kl. 10 eftir morgunmat, er hópurinn sóttur og keyrður til Ronda. Þar skoðum við nokkra merka staði svo sem hina fornu brú yfir gilið. Við keyrum seinnipartinn á hótelið í miðborg Málaga þar sem við gistum tvær síðustu næturnar.

12. maí. Við bjóðum uppá gönguferð um skemmtilega staði í Málaga í bland við búðaráp.  Málaga er talin vera ein elsta borg Evrópu, hún geymir enn sína gömlu stemningu og margar gamlar hefðir. Borgin er mátulega stór og auðvelt er að skoða sig um í henni. Þar eru frábærir markaðir og fornar götur til að rölta um. Um kvöldið hittumst við allar og borðum saman á veitingastað í miðborginni.

13. maí. Heimferðardagur. Flug til Íslands er yfirleitt um eftirmiðdaginn, upplagt er að nota tímann þangað til í að skoða Málaga enn betur og njóta þess að upplifa andrúmsloftið í þessari mögnuðu borg.


EL TORCAL DEL ANTEQUERA

El Torcal

El Torcal er einstakt svæði að skoða með öllum sínum sérstöku steinmyndum.  Stórbrotið landslagið lætur engann ósnortinn. El Torcal de Antequera er á heimsminjaskrá UNESCO síðan 2016.


RONDA

Ronda

Að koma til Ronda er mikil upplifun, borgin liggur við klettabrún í yfir 100 metra djúpu gljúfri sem skiptir borginni í tvennt – eldri, márískan hluta „La Ciudad“ og yngri hluta „El Mercadillo“. Risavaxnar súlur hinnar tignarlegu brúar Puente Nuevo tryggja örugga leið yfir gljúfrið og útsýnið þaðan yfir dalinn og svæðið, er óviðjafnanlegt. Ronda er perla meðal sögulegra bæja Andalúsíu og óhjákvæmilegur viðkomustaður þegar farið um þessar slóðir.


MALAGA

Málaga

Málaga er borg sem geislar af arabískri dulúð. Hún býr yfir spennandi menningararfi sem nær aftur til Rómartímans og Alcazaba-virkisins. Í miðbænum eru þröng og sjarmerandi götur og hægt er að heimsækja marga áhugaverða staði fótgangandi, til dæmis Picasso safnið og markaðinn Mercado de Atarazanas. Það er gott að geta látið líða úr sér á borgarströndinni, La Málagueta. Borgin getur verið mikil bragðupplifun, margir veitingastaðir hafa unnið til virtra verðlauna.