6. – 11. maí – Hlédrag í Dragofly house.
6. maí. Flogið til Malaga, keyrt í rútu til Húss Drekaflugunnar í tæpan klukkutíma. Eftir kvöldmat hittist hópurinn í Jógasalnum, farið verður yfir dagskránna framundan, hópurinn hrisstir sig saman, tengist og slakar svo á í lok dags með Jóga Nidra.
7. maí. Morgunjóga og leidd hugleiðsla á sólarhyllingar-pallinum ~ Hópeflandi samvera og sál-líkamlegar æfingar í anda Bodynamic í ~ Um eftirmiðdaginn göngum við um ólífuakurinn og fræðst um ólífuræktun og ólífuolíur ~ eftir kvöldmat er Kakóseremónía.
8. maí. Morgunjóga og leidd hugleiðsla á sólarhyllingar-pallinum ~ Gönguferð í El Torcal del Antequera fjallgarðinum, það er ganga sem er ekki erfið og er á flestra færi. ~ Á heimleiðinni komum við við í Antequera og skoðum áhugaverða staði þar ~ Tónheilun í jógasalnum eftir kvöldmat.
9. maí Morgunjóga og leidd hugleiðsla á sólarhyllingar-pallinum ~ Hópeflandi samvera og sál-líkamlegar æfingar í anda Bodynamic – Jóga seinnipartinn ~ Jóga Nidra fyrir svefninn.
10. maí. Morgunjóga og leidd hugleiðsla á sólarhyllingar-pallinum ~ Göngutúr í sveitinni kringum Casa Liubela ~ Hópeflandi samvera og sál-líkamlegar æfingar í anda Bodynamic ~ Á þessu lokakvöldi í Casa Libelula komum við saman í jógasalnum og skemmtum okkur með allskonar sprelli, söng og dansi.
11. – 13. maí Ronda og Malaga
11. maí. Morgunjóga og leidd hugleiðsla á sólarhyllingar-pallinum ~ Kl 10 eftir morgunmat, er hópurinn sóttur og keyrður til Ronda. Þar skoðum við nokkra merka staði svo sem eins og hina fornu brú yfir gilið. Við keyrum seinnipartinn til Malaga á Hótelið sem við gistum á.
12. maí. Við bjóðum uppá gönguferð um skemmtilega staði í Malagaborg í bland við búðaráp. Malaga er talin vera elsta borg Evrópu, hún geymir enn sína gömlu stemningu og margar gamlar hefðir, hún er mátulega stór og auðvelt að skoða sig um í henni. Þar eru frábærir markaðir og fornar götur til að rölta um. Um kvöldið hittumst við allar og borðum saman á uppáhalds veitingarstað Önnu Möggu.
13. maí. Flug til Íslands er í eftirmiðdaginn, upplagt er að nota tímann þangað til við förum á flugvöllin til að skoða miðborg Malaga enn betur og njóta þess að upplifa spennandi andrúmsloftið í þessari mögnuðu borg.


