6. – 11. maí. – Hlédrag í Húsi drekaflugunnar.

6. maí. Flogið til Málaga, keyrt í rútu til Húss Drekaflugunnar í um klukkutíma. Eftir kvöldmat hittist hópurinn í jógasalnum, farið verður yfir dagskrána framundan, hópurinn hristir sig saman, tengist og slakar svo á í lok dags með jóga nidra.

7. maí. Morgunjóga og leidd hugleiðsla á útipallinum ~ Hópeflandi samvera og sál-líkamlegar æfingar  ~ Um eftirmiðdaginn göngum við um ólífuakurinn og fræðumst um ólífuræktun og olíur ~ Eftir kvöldmat er kakó seremónía.

8. maí. Morgunjóga og leidd hugleiðsla á útipallinum ~ Hópeflandi samvera og sál-líkamlegar æfingar ~ jóga nidra fyrir svefninn.

9. maí. Morgunjóga og leidd hugleiðsla á útipallinum ~ Gönguferð í El Torcal de Antequera fjallgarðinum (það er ganga sem er á flestra færi). Á heimleiðinni komum við við í borginni Antequera og skoðum áhugaverða staði ~ Tónheilun í jógasalnum eftir kvöldmat.

10. maí. Morgunjóga og leidd hugleiðsla á útipallinum ~ Göngutúr í sveitinni kringum Hús Drekaflugunnar ~ Mjúkt jóga um eftirmiðdaginn ~ Á þessu lokakvöldi komum við saman í jógasalnum og skemmtum okkur með söng og dansi.

11. – 13. maí  Ronda og Málaga

11. maí. Morgunjóga og leidd hugleiðsla á útipallinum ~ Kl. 10 eftir morgunmat, er hópurinn sóttur og keyrður til Ronda. Þar skoðum við nokkra merka staði svo sem hina fornu brú yfir gilið. Við keyrum seinnipartinn á hótelið í miðborg Málaga þar sem við gistum tvær síðustu næturnar.

12. maí. Við bjóðum uppá gönguferð um skemmtilega staði í Málaga í bland við búðaráp.  Málaga er talin vera ein elsta borg Evrópu, hún geymir enn sína gömlu stemningu og margar gamlar hefðir. Borgin er mátulega stór og auðvelt er að skoða sig um í henni. Þar eru frábærir markaðir og fornar götur til að rölta um. Um kvöldið hittumst við allar og borðum saman á veitingastað í miðborginni.

13. maí. Heimferðardagur. Flug til Íslands er yfirleitt um eftirmiðdaginn, upplagt er að nota tímann þangað til í að skoða Málaga enn betur og njóta þess að upplifa andrúmsloftið í þessari mögnuðu borg.