El Torcal

El Torcal er einstakt svæði að skoða með öllum sínum einstöku steinmyndum. Steinlandslagið breytir eðli eftir því sem þú kemur nær, þegar komið er uppá fjallhrygginn er skyndilega komið inn í dulúðugt landslag sem náttúran,  með hugviti steinsmiðs, hefur skapað svo listilega. El Torcal de Antequera var sett á heimsminjaskrá UNESCO árið 2016 og er örugglega þess virði að heimsækja.