HÓPMEÐFERÐ
Ég býð uppá hópmeðferð þar sem unnið er á persónulegan og djúpan hátt og yfir lengra tímabil. Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í slíkri vinnu hafi samband við mig.
Lágmarksþáttaka eru 4, hámark 8 manns.
Þegar nógu margir hafa áhuga er hægt að fara af stað. Meðfeðartímabilið er til að byrja með 4 mánuðir, einusinni á hálfsmánaðar fresti. Hver tími varir í 1,5 klst. Verð fyrir hvern tíma 7.000 kr.
Í áratugi hafa farið fram víðtækar rannsóknir á gagnsemi hópmeðferðar, niðurstaðan er að hún er jafn áhrifarík og einstaklingsmeðferð þegar unnið er með margvísleg vandamál svo sem þunglyndi, kvíða, frestunaráráttu, félagsfærni ofl. Hópmeðferð hjálpar okkur að þróa samskipta og félagsfærni okkar. Hún gefur okkur möguleika á að tjá hugsanir/skoðanir/ tilfinningar/upplifanir og fá svörun frá öðrum, á öruggum stað þar sem ofbeldi af neinu tagi er ekki leyft og persónufrelsi er virt. Þegar við heyrum aðra tala um reynslu sem svipar til okkar eigin stuðlar það að sjálfsþekkingu og nærir þörf okkar til að tengjast.