Lilja Steingrímsdóttir.
Lilja hefur farsællega leitt og skipulagt lengri göngur og hlédrög á Íslandi í yfir tuttugu ár. Hún er vottaður sálmeðferðarfræðingur, hjúkrunarfræðingur, hómópati og leiðsögumaður. Öll hennar menntun og reynsla nýtist sérlega vel til að skapa góðar og gagnlegar upplifanir á hlédragi sem þessu. Lilja mun bjóða uppá hópeflandi sál-líkamlegar æfingar, leiki og pælingar og spila á hljóðfæri og leiða söng, þegar svo ber við.
