Malaga

Malaga er borg sem geislar af arabískri dulúð. Hún býr yfir spennandi menningararfi sem nær aftur til Rómartímans og Alcazaba-virkisins. Í miðbænum eru þröng og sjarmerandi stræti og hægt er að heimsækja marga áhugaverða staði fótgangandi, til dæmis Picasso safnið og markaðinn Mercado de Atarazanas. Það er gott að geta látið líða úr sér á borgarströndinni, La Malagueta. Borgin getur verið mikil bragðupplifun, margir veitingastaðir hafa unnið til virtra verðlauna