Ronda
Að koma til Ronda er mikil upplifun, borgin liggur við klettabrún í yfir 100 metra djúpu gljúfri sem skiptir borginni í tvennt – eldri, márískan hluta „La Ciudad“ og yngri hluta „El Mercadillo“. Risavaxnar súlur hinnar tignarlegu brúar Puente Nuevo tryggja örugga leið yfir gljúfrið og útsýnið þaðan yfir dalinn og svæðið, er óviðjafnanlegt. Ronda er perla meðal sögulegra bæja Andalúsíu og óhjákvæmilegur viðkomustaður þegar farið um þessar slóðir.