STU - Skynja/Tengja/Upplifa
Kvenna-sumarnámskeið/hlédrag á Barðaströnd 4.- 8. júlí 2026.
Fimmta sumarið í röð býð ég uppá hið vinsæla STU, ~Skynja / Tengja / Upplifa~ sumarnámskeið/hlédrag fyrir konur dagana 4.- 8. júlí.
Við verðum sem endranær á Birkimel á Barðaströnd og gistum í Bjarkarholti. Birkimelur kúrir við Hagavaðal móti breiðum faðmi Breiðafjarðar, gegnt Snæfellsjökli, í fallegri sveit, ríkri af náttúrufegurð og mannlífssögu. Þarna er fyrirtaks aðstaða og möguleikar á fjöllbreyttum upplifunum fyrir hópinn. Hópurinn verður lítill, mest 12, minnst 8, til þess að við náum fljótt og vel saman til að skapa grunn fyrir sterkar upplifanir og tengingar.




Hvar munum við ganga / skoða?
Við göngum um Mórudal upp með ánni Móru, þar geta þær sem það vilja baðað sig í tærum hyl í ánni, við skoðum Surtarbrandsgilið fyrir ofan Brjánslæk, göngum Reiðskörð sem geyma myrka sögu, syngjum saman fallega sálma í kirkjunni á Brjánslæk, förum upp að hinum forna bæ Haga og skoðum okkur um, trítlum berfættar í mjúkum sandinum i Hagavaðli, göngum í Siglunes og upp að “Þríhyrningskirkjunni” sem ég uppgötvaði undir Sigluneshlíðum, skoðum Ellakofa og syndum í sjónum við Siglunes.

Innifalið í verði:
~ Gisting í 2ja manna herbergjum í 4 nætur.
~ Sjálfstyrkjandi Sál-líkamlegar æfingar og fræðsla.
~Þrjár léttar 3-6 klstdags göngur í fallegri og friðsælli náttúru, áhersla lögð á að skynja, tengja og upplifa. Þegar hugað er að líkamlegu formi fyrir þessar göngur er ágætt að miða við að geta nokkuð auðveldlega gengið upp á Úlfarsfell og Helgafell. Við förum líka í nokkrar stuttar skoðunarferðir og trítl.
~Allur matur (og ekki af verri endanum).
~Ótakmarkaður aðgangur að sundlaug og heitum potti í 100 metra fjarlægð.
~Flot og flotmeðferð með Flothettugræjum.
~Morgunæfingar og teygjur úti undir berum himni á hverjum morgni.
~Slökun og hugleiðsla fyrir svefninn.
~Grill, söngur og skemmtidagskrá á lokakvöldinu.
~4ra klst námskeið um Bodynamic í Október 2026, dagsetning ákveðin síðar í samráði við þátttakendur.


Hvað með þetta Sál-líkamlega? Allt sem við gerum miðar að því að skerpa skilningavitin og opna á skynjum. Við gerum allskonar áhugaverðar æfingar og förum í leiki til að vekja okkur, upplifa og tengjast. Þið fáið fræðslu um efnið og við pælum í þessu saman.
Við hægjum á okkur og gefum gaum að því sem er í kringum okkur og innra með okkur. Við leikum okkur með orð og hreyfingar og tjáningu, skyggnumst inn og sjáum hvort þar leynist skapandi og ljóðrænn strengur. Við hlustum á okkar innri rödd, gefum okkur næði og rými og reynum að sjá og heyra án þess að skilgreina og dæma.
Skráning staðfest með því að greiða staðfestingargjaldið.
kr. 40.000.- fyrir 15. febrúar 2026. Fæst ekki endurgreitt.
Fullt verð er 145.000.-
Námskeiðið þarf að vera greitt að fullu fyrir 2. júní.
Hægt er að semja um meiri sveigjanleika á greiðslum ef þörf er á.
Greitt er inn á reikning 0515-14-005326 kt. 0810607119.
Þátttakendur fá skjal sem staðfestir þátttöku á 16 klst. sjálfstyrkingarnámskeiði með áherslu á sál-líkamlega heilslueflingu.
Einhver stéttarfélög hafa samþykkt niðurgreiðslu þegar sótt er um.
Við reynum að sameinast í bíla eins og hægt er.
Námskeiðinu lýkur formlega kl. 10 síðasta daginn.
Áhugasamar geta fengið frekari upplýsingar hjá Lilju – lilja@liljas.is og s.8396609.
Námskeiðin síðastliðin fjögur sumur tókust frábærlega og skildu eftir sig dýrmætar minningar og góð tengsl.
Ummæli þátttakenda fyrri STU námskeiða:
“Ég var ánægð með skipulagið, hvenig allt fékk pláss á afslappaðan hátt og í flæði, samt var mjög margt sem við náðum að gera. Mér fannst frábært að vera með þessa góðu blöndu af göngum, náttúruupplifun, andlegri næringu, vönduðum mat og afslappaðri og nærandi samveru. Ég er þakklát fyrir hversu vel var komið til móts við mínar kröfur um mataræði. Takk innilega fyrir þessa dásamlegu upplifun.” Helga Arnalds, leikstjóri, leikskáld og leirlistakona Þátttakandi í STU sumarnámskeiði 2024:
“Gott skipulag, hæfilega erfiðar göngur, mjög góður matur og nesti, fjölbreyttar gönguleiðir, afslappað umhverfi, fín gisting, falleg náttúra, góður og skemmtilegur hópur og faglegur og kærleiksríkur stjórnandi. Flott að hafa sundlaug steinsnar. Ég er mjög ánægð með námskeiðið og mun hiklaust mæla með því.” Berglindi Jack, menntaskólakennari og leiðsögumaður. Þátttakanndi í STU sumarnámskeiði 2023:
“Þessi ferð var dásamleg og einstök frá upphafi til enda. Það var bara allt svo ljúft, gott og endurnærandi. Nutum sannarlega góðs af fjölbreyttri reynslu og þekkingu Lilju, sjálfsvinnan hæfileg og skemmtileg, stemmningin í hópnum góð frá fyrstu stund og maturinn svooo góður. Allt undirbúið af alúð og kærleika. Svo býr Barðaströndin yfir mikilli náttúrufegurð og þar gengum við um ósnortna náttúru og eyðibyggðir.” Sigrún Árnadóttir, framkvæmdastjóri Félagsbústaða. Þátttakandi í STU sumarnámskeiði 2022
“Námskeiðið Skynja-Tengja-Upplifa stóð svo sannarleg undir væntingum, var heilt ævintýri frá upphafi til enda. Ég kom ein á námskeiðið en fann mig starx sem hluta af hópnum. Lilja hefur einstaklega gott lag að að sameina hópinn bæði með æfingum sem við gerðum undir hennar leiðsögn, en ekki síður með sinni einstaklega góða nærveru. Barðaströndin er dásamlegur staður að vera á með allri sinni náttúrufegurð, þar við nutum þess að fara í göngur, synda í sjónum og anda að okkur fersku fjallaloftinu, svo ég tali nú ekki um matinn sem var dýrðlegur. Ég gef Lilju og þessu námskeiði mín bestu meðmæli og mæli hundrað prósent með því fyrir líkama og sál.” Halla Ingimundardóttir, Þroskaþjálfi. Þátttakandi í STU sumarnámskeiði 2022
Lilja Steingrímsdóttir er með 20 ára reynslu af að skipuleggja og leiða hópa í göngum og náttúruupplifunum, hér eru ummæli frá nokkrum sem þekkja til hennar ferða í gegnum árin.
“Lilja er einstakur leiðsögumaður, traust, útsjónarsöm og skemmtileg. Hún skynjar vel ólíkar þarfir innan hóps og er með sérstaklega góða nærveru. Ég fer í gönguferð undir hennar stjórn á hverju sumri og hef gert til fjölda ára. Það eru sannarlega mín bestu meðmæli”. Edda Jónsdóttir, grunnskóla- og jógakennari.
“Lilja hefur einstakt lag á að gera ferðir sínar að mikilli ævintýraupplifun. Ferðir Lilju einkennast af góðu skipulagi þar sem hugsað er af natni út í öll smáatriði. Það sem ég kann samt best að meta er að Lilju tekst svo vel að skapa afslappaða og skemmtilega stemningu”. Unnur Valdís Kristjánsdóttir, hönnuður og stofnandi Flothettu.
“Ég hef farið í göngu um hálendið með Lilju í fimm ár. Þettar eu skemmtilegar ferðir sem reyna á mig, bæði andlega og líkamlega. Lilja er frábær skipuleggjandi sem birtist í því að hún er flink í að “delegera” og að dreifa ábyrgðinni, en hún er jafnframt með skýra sýn og góða yfirsýn. Hún er fljót að lesa í aðstæður og skynja dýnamíkina í hópnum. Hún er gleðigjafi og alltaf gaman þegar hún dregur upp Ukuleleið sitt og brestur í söng. Mér finnst ég alltaf vera örugg með Lilju þó ég sé stödd á hjara veraldar (Óbyggðum). Hún hefur með góðu fordæmi fengið mig til þess að öðlast meira traust á sjálfri mér og eigin getu. Hún er klettur, hún er jörð, en hún er líka haf og himinn!.” Birna Bragadóttir myndlistamaður og hagfræðingur.
Ljósmyndir úr fyrri námskeiðum
Hafðu samband ef þú vilt vita meira.
























