UM MIG

Ég heiti Lilja Steingrímsdóttir og starfa sem Bodynamic sálmeðferðarfræðingur. Meðferðin sem ég veiti er líkams- og upplifunarmiðuð sálræn meðferð. Ég býð þér uppá öruggt og þægilegt rými fyrir samtal og sállíkamlega vinnu sem miðar að því að hjálpað þér að takast á við sálræn vandamál. Vandamál þín og lífsreynsla er það sem meðferðin mótast eftir.

Ég lærði Bodynamic sálmeðfeð í Danmörku í fjögur ár og áfallameðferð í eitt ár. Ég er meðlimur í fagfélagi danskra Sálmeðferðarfræðinga MDF og SALM félagi sálmeðferðarafræðinga á Íslandi.
Ég er í stöðugri í handleiðslu samhliða starfi og vinn að mínum eigin sálræna og faglega þroska með því að fara á námskeið, fyrirlestra og lesa mér til í fræðunum.

Ég hef starfað sem hjúkrunarfræðingur í nokkra áratugi, lengst af við barna og fjölskylduhjúkrun. Ég er einnig með diplómapróf í hómópatíu frá 1998, 2007 útskrifaðist ég með diplómapróf í hjúkrunarstjórnun frá HÍ, árið 2012 útskrifaðist ég sem gönguleiðsögumaður frá MK. Ég hef áhuga á skapandi meðferðarsambandi og á óhefðbundnum og einstaklingsmiðuðum leiðum til heilbrigðis og þroska.

UM MIG

Ég heiti Lilja Steingrímsdóttir og starfa sem Bodynamic sálmeðferðarfræðingur. Meðferðin sem ég veiti er líkams og upplifunarmiðuð sálræn meðferð.

Ég lærði Bodynamic sálmeðfeð í Danmörku í fjögur ár og áfallameðferð í eitt ár og er meðlimur í fagfélagi danskra Sálmeðferðarfræðinga MDF og SALM-félagi sálmeðferðarfræðinga á Íslandi. Ég er í stöðugri í handleiðslu samhliða starfi og vinn að mínum eigin sálræna og faglega þroska með ýmsum aðferðum.

Ég hef starfað sem hjúkrunarfræðingur í nokkra áratugi, lengst af við barna og fjölskylduhjúkrun. Ég er einnig með diplómapróf í hómópatíu frá 1998, 2007 útskrifaðist ég með diplómapróf í hjúkrunarstjórnun frá HÍ, árið 2012 útskrifaðist ég sem gönguleiðsögumaður frá MK. Ég hef áhuga á skapandi meðferðarsambandi og á óhefðbundnum og einstaklingsmiðuðum leiðum til heilbrigðis og þroska.