VERÐSKRÁ

GAGNLEGAR UPPLÝSINGAR

Til upplýsingar fyrir þig í upphafi meðferðar 

Þagnarskylda

Samkvæmt lögum og siðareglum fagstétta er ég sem sálmeðferðarfræðingur bundin trúnaði um þær upplýsingar sem þú veitir í  meðferðinni. Það þýðir meðal annars að ég get ekki veitt öðrum aðila upplýsingar um þig nema með skriflegu leyfi þínu. Samkvæmt lögum eru takmarkanir á trúnaðarskyldu heilbrigðisstarfsfólks í örfáum tilvikum,  sjá Lög nr. 34 15, Grein 17. 

Þér er frjálst að ræða við aðra um það sem fram fer í viðtölunum. 

Ef þú rekst á mig fyrir tilviljun, heilsa ég þér ekki að fyrra bragði til að halda trúnað við þig. 

Meðferð persónuupplýsinga 

Ég legg áherslu á trúnað og öryggi við meðferð persónuupplýsinga skjólstæðinga minna og lög um trúnaðarskyldu heilbrigðisstarfsfólks gilda um meðferð allra upplýsinga sem og GDPR persónuverndarlögin og þar að auki lög um meðferð sjúkraskráa. 

Um meðferðina

Hversu lengi meðferðartímabilið varir eða hversu ört þú kemur í vitðal er algerlega undir þér komið. Æskilegt er að koma á viku til hálfsmánaðar fresti. Þó getur líka gagnlegt að koma reglubundið sjaldnar, til dæmis á mánaðarfresti, yfir lengri tíma. Það er æskilegt að þú hugsir um hvaða atriði það eru sem þú vilt helst vinna með og setjir þér markmið sem við ræðum, þannig er auðveldara að mæla árangur. Eftir því sem meðferðinni vindur fram, vinnum við með fleiri þætti og þú setur þér ný markmið.

~ Meðferðartíminn varir í 50 mínútur.

~ Send er áminning með tölvupósti 2 dögum fyrir bókaðan tíma. 

~ Send er rukkun fyrir tímann í gegnum heimabanka, þú fær kvittun með tölvupósti þegar 

tíminn hefur verið greiddur.

~ Verð, frá 1/1 2024 : 17.000.-

~ Ef tilkynnt er afboð síðar en 24 tímum fyrir bókaðan tíma, greiðist helmingur af verði tímans.  

~ Meðferðin fer yfirleitt fram á stofu, stundum með rafrænum hætti og jafnvel  utandyra ef þess er óskað.

~ Meðferðin felur í sér samtal, sál-líkamlegar æfingar,  vinnu með skynjun, upplifun, stöðu og stellingar.

Hér gefur að líta þá meðferð sem ég býð upp á.

MEÐFERÐ

EINSTAKLINGSMEÐFERÐ

Ég býð þér uppá öruggt og þægilegt rými fyrir samtal og sállíkamlega vinnu. Ég get hjálpað þér að takast á við sálræn vandamál og gefið þér gagnlegar aðferðir sem þú getur notað í þínu daglega lífi.

SKOÐA

HÓPMEÐFERÐ

Í áratugi hafa farið fram víðtækar rannsóknir á gagnsemi hópmeðferðar. Niðurstaðan er að hún er jafn áhrifarík og einstaklingsmeðferð þegar unnið er með t.d. þunglyndi og kvíða.

SKOÐA

NÁMSKEIÐ

Á námskeiðunum vinnum með sállíkamlegar aðferðir Bodynamic kerfisins að því að efla líkamsvitund og sálræna færni. Þetta gerum við saman í öruggu umhverfi.

SKOÐA

ÁFALLAMEÐFERÐ

Bodynamic áfallameðferð losar um áföll sem sitja í líkamanum, hjálpar þér að vinna úr þeim og að raða saman brotunum upp á nýtt og upplifa bata.

SKOÐA

MEÐFERÐ Á NETINU

Ég býð einnig upp á þann möguleika að stunda meðferðina í gegnum netið, en þó ekki fyrsta tíma. Hafðu samband ef þú hefur áhuga.

SKOÐA

ÚTI Í NÁTTÚRUNNI

Það er mjög áhrifaríkt að gera Bodynamic æfingar undir berum himni og sálmeðferð er líka öflug þegar hún er meðvitað notuð úti í náttúrunni.

SKOÐA